is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41332

Titill: 
  • Algengi segulómrannsókna hjá þunguðum konum
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur. Segulómrannsóknir sem myndgreiningaraðferð teljast nýleg tækni en notkun hennar hefur aukist mikið í læknisfræði á undanförnum árum með tilkomu aukinnar þekkingar og betra aðgengis að tækjum. Tæknin er byggð á sterku segulsviði og útvarpsbylgjum og nýtir magn og eiginleika vetnisatóma í líkamanum. Tæknin hentar vel til myndgreiningar hjá þunguðum konum þar sem hún er laus við jónandi geislun og hefur ekki sömu takmarkanir og aðrar myndgreiningar án jónandi geislunar, líkt og ómskoðun. Ýmsar frábendingar eru fyrir hendi sem snúa helst að auka- og aðskotahlutum í líkama einstaklings, sem geta orðið fyrir áhrifum af segulsviðinu. Þegar litið er til segulómunar hjá þunguðum konum eru þrjú atriði sem hafa ber í huga sem geta haft áhrif á fóstur. Í fyrsta lagi er það Specific absorbtion rate (SAR) gildi fósturs sem hefur áhrif á hitastig vefja og getur verið allt frá 40 til 70% af SAR gildi móður og haft áhrif á fósturþroska. Annað er hávaðinn sem fylgir segulómun, sem getur borist gegnum legvatn og líkamsvef móður til fósturs. Í síðasta lagi er það þau áhrif sem skuggaefni kann að hafa þegar það kemst til fósturs í móðurkviði. Markmið rannsóknar er að leita svara um hversu algengt sé að þungaðar konur fari í segulómun og hvaða rannsóknir það eru sem þær fara helst í. Einnig hvort hægt sé að nýta þessa myndgreiningaraðferð betur fyrir þennan hóp skjólstæðinga.
    Efni og aðferðir. Um er að ræða afturvirka, megindlega, lýsandi rannsókn á algengi segulómrannsókna hjá þunguðum konum. Þýði rannsóknar eru þungaðar konur á aldrinum 18-40 ára sem fóru í segulómun meðan á meðgöngu stóð. Úrtakið eru þær konur sem að leituðu til Landspítala eftir þessari þjónustu á því tímabili sem tekið er til skoðunar. Skoðaðar voru rannsóknir frá og með 01.10.2020 til og með 30.09.2021 þar sem konur á aldrinum 18-40 ára komu í segulómun á Landspítala Fossvogi og Hringbraut. Eingöngu voru skoðaðar bráðarannsóknir en það eru rannsóknir sem merktar eru „High“, „Urgent“ eða „STAT!“ í forgangsröð myndgeymslukerfis Landspítalans. Út frá niðurstöðum gagnasöfnunar voru búin til tölfræðileg gögn með niðurstöðum rannsóknarinnar.
    Niðurstöður. Af þeim 203 rannsóknum sem gerðar voru á Landspítala á tímabilinu sem var til skoðunar voru 28 rannsóknir þar sem einstaklingur var þungaður þegar rannsókn fór fram. Þessar 28 rannsóknir skiptust á 21 einstakling. Algengast var að kona væri á öðrum þriðjungi meðgöngu þegar rannsókn fór fram, fæstar voru á fyrsta þriðjungi en í einu tilfelli var meðgöngulengd ekki tilgreind. Algengastar voru rannsóknir á höfði en þær voru 16 talsins (57,1%), því næst voru 5 rannsóknir á kviðarholi (17,9%) og þá 3 rannsóknir á lendhrygg (10,7%). Segulómun var oftar valin sem seinni myndgreiningarrannsókn ef gerð var fleiri en ein myndgreiningarrannsókn af sjúklingi.
    Ályktanir. Rannsóknin sýnir að segulómun er oftar valin sem seinni myndgreiningarrannsókn og mætti skoða að nýta hana betur í stað myndgreiningarannsókna með jónandi geislun. Verkefnið nær aðeins yfir árstímabil sem gæti verið að hluta skekkt vegna Covid-19 faraldurs og því mætti útvíkka það með því að skoða fleiri árstímabil og bera þau saman eða lengja tímabilið sem er skoðað.

Samþykkt: 
  • 23.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaritgerð-prenta.pdf2.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-2.pdf285.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF