is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41334

Titill: 
 • Forkönnun á menntun heilbrigðisstarfsfólks í munnheilsuvernd
 • Titill er á ensku A pilot survey on oral health education among health personnel
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lítið er vitað um grunnkennslu í munnheilsuvernd fyrir starfsfólk í umönnun hér á landi, sem sinnir munnhirðu sjúklinga, langveikra og fatlaðra. Þessir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að sinna munnhirðu sjálfir og leggst því ábyrgðin á umönnunaraðila líkt og hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og félagsliða.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að forkanna hversu mikla kennslu nemendur í hjúkrunarfræði, sjúkraliða- og félagsliða námi, fái varðandi munnheilsuvernd á Íslandi.
  Aðferðir: Í þessari rannsókn, sem var þversniðsrannsókn, var sendur út rafrænn spurningalisti á úrtakshóp. Úrtakshópurinn var hentugleikaúrtak og samanstóð hann af kennurum í grunnnámi hjúkrunarfræði, á sjúkraliðabraut og á félagsliðabraut sem voru líklegir til að koma að kennslu um munnheilsuvernd. Niðurstöðugögnin sem fengust úr könnuninni voru færð yfir í Microsoft Excel og var þeim síðan lýst í textaformi, með töflum eða með myndum.
  Niðurstöður: Alls voru fimmtán manns sem tóku þátt í rannsókninni, þar af voru níu kennarar sem störfuðu á framhaldsskólastigi og sex kennarar sem störfuðu á háskólastigi. Allir þátttakendur rannsóknarinnar voru með skráð í námsskrá sinni nám í munnhirðu, og 93,3% þátttakenda voru með skráð nám í munnheilsu í námsskránni. Niðurstöður leiddu í ljós að hjúkrunarfræðingar báru mestan þunga af allri kennslu tengdri munnheilsuvernd. Einungis 33,3% þátttakenda svöruðu játandi að nemendur væru skyldugir að ljúka námskeiðum varðandi munnheilsuvernd en af þeim þátttakendum var meirihlutinn sem starfaði á háskólastigi (n=4). Meðalfjöldi kennslustunda í munnheilsuvernd voru 5,5 kennslustundir á námsleið í heild sinni.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að nám í munnheilsuvernd sé ábótavant. Þó svo að námsefnið sé skráð í námsskrá námsleiða að þá tala kennarar um að ónægur stuðningur sé við kennslu í námsefninu. Áætla má að með bættum fjölda kennslustunda megi bæta gæði kennslunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  There is insufficient information about basic education in oral health care for health personnel in Iceland. These personnel see to the oral health of the elderly, chronically ill patients and the disabled. Since these individuals often have difficulties taking care of oral health themselves, they place the responsibility on caregivers such as nurses and auxiliary nurses.
  Purpose: The purpose of this study is to investigate how much education nurses and auxiliary nurses receive regarding oral health care in Iceland.
  Methods: In this study, which was a cross-sectional study, an e-mail administered questionnaire was sent to the sample group. The sample group was a convenience sample which consisted of teachers in nursing and auxiliary nursing that were likely to be involved in teaching about oral health care. The results obtained from the survey were transferred to Microsoft Excel and then described in text, tables and pictures.
  Results: A total of fifteen people participated in the study, of which nine were teachers working at upper secondary level and the other six teachers working at university level. All participants in the study had oral hygiene listed in their curriculum, and 93.3% of participants had oral health listed in their curriculum. The results showed that nurses carried the most weight of teaching material related to oral health care. Only 33.3% of the participants reported mandatory courses with the majority working at university level (n=4). The average number of lessons in oral health care was 5,5 lessons in the study whole study program.
  Conclusion: The results of this study indicate that education in oral health care is deficient. Even though oral health care is listed in the curriculum of the study programs, teachers say that there is insufficient support for teaching in the study material. It can be estimated that with an increased number of lessons the quality of teaching can be improved.

Samþykkt: 
 • 24.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_fullkláruð.pdf851.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf228.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF