is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41335

Titill: 
 • Tanngervi á 24 tímum. Útbreiðsla og algengi hraðplanta tanngerva á Íslandi.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Algjört tannleysi hefur stórbrotin áhrif bæði á heilsu munnsins og líkamans alls, svo ekki sé talað um lífsgæði einstaklinga. Tannplantastudd tanngervi bjóða upp á ýmsa kosti fram yfir hefðbundin laus tanngervi og hafa rannsóknir sýnt fram á aukna ánægju sjúklinga í kjölfar þeirra. Einnig hafa fastir heilgómar sýnt fram á bætta tyggingargetu, talgetu, meiri þægindi og aukið bragðskyn sjúklinga sem gerir þá að eftirsóttari kosti. Möguleikinn á því að nota hraðplanta tanngerva aðferðina getur flýtt gríðarlega fyrir meðferðarmöguleika sem annars tæki fleiri mánuði.
  Tilgangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að athuga útbreiðslu á notkun hraðplanta tanngerva aðferðarinnar á Íslandi og þar að auki að kanna viðhorf tannlækna gagnvart aðferðinni.
  Aðferðir: Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og rafrænn spurningalisti sendur út á 374 skráða meðlimi Tannlæknafélags Íslands (TFÍ). Notast var við hentugleikaúrtak og samanstóð spurningalistinn af 17 spurningum, flestar byggðar á matskvarða. Reiknuð var lýsandi tölfræði með tölfræðiforriti IBM, SPSS Statistics, þar að auki voru reiknuð tíðni og staðalfrávik. Niðurstöður gagna voru settar upp í auðlesanlegum töflum með skriflegum skýringum og síðan skoðaðar í samhengi við fyrri rannsóknir á efninu.
  Niðurstöður: Alls svöruðu 79 þátttakendur rafrænni könnun. Kynjahlutfall (n=79) þátttakenda var nokkuð ójafnt þar sem að 59,5% (n=47) þátttakenda voru karlkyns. Aldursdreifing (n=79) var á víðu bili en voru flestir þátttakendur í flokkinum 50-59 ára, 32,9%. Af niðurstöðum að dæma þá er útbreiðsla hraðplanta tanngerva aðferðarinnar á Íslandi mjög lítil þar sem að aðeins 12,9% (n=10) tannlækna nota aðferðina að staðaldri. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tannlæknastéttin á Íslandi virðist hafa lítinn áhuga á því að nota hraðplanta tanngervi sem meðferðarúrræði. Erfitt er að segja til um hvers vegna það er án frekari rannsókna á efninu.
  Ályktun: Gera má ráð fyrir að endurmenntun eða frekari kynnig á efninu gæti haft áhrif á þau neikvæðu viðhorf sem sjá má meðal fagfólks til aðferðarinnar. Efnisorð: Tannsmíði, tannplantar, tanngervi, tannlækningar, tannlæknavísindi.

 • Útdráttur er á ensku

  Edentulism has great impact on oral, mental and physical health, as well as having the effect of decreased quality of life for patients. Implant retained dentures offer multiple advantages over traditional removable dentures and research has shown increased patient-satisfaction from those who opt for the implant retained variety. Fixed dentures have also been shown to improve mastication, speech, sense of taste and provide added comfort, making them a more sought after choice for edentulous patients. The possibility of using immediate loading for implant retained dentures or crowns can greatly shorten patients‘ waiting period for a permanent solution to edentulism which would, under normal circumstances, take months.
  Purpose: The main purpose of this research was to examine how widespread the use of immediate loading was among dental professionals in Iceland as well as gauging their perspective on the procedure.
  Methods: Quantitative methodology was used and an electronic survey was sent via email to all 374 dentists registered in The Icelandic Dental Association as of February 2022. A convenience sample was used and the survey consisted of 17 questions, most of which were asked on a rating scale. Descriptive statistics were calculated using SPSS Statistics along with frequency and standard deviation. The data was presented in simple charts and text and analysed in comparison with previous research on the subject.
  Results: Overall there were 79 participants who completed the survey. More men 59,5% (n=47) participated than women. Ages (n=79) were varied but a majority of the participants were age 50-59 years old, 32,9%. Judging by the results, the popularity of immediate loading is very low in Iceland. 21,5% of participants say they have used it at least once and only 12,9% (n=10) say they use it on a regular basis. The results seem to imply that dental professionals in Iceland as a whole has little interest in using immediate loading as a treatment option. Further research is required to assess why that is the case.
  Conclusion: Supposedly, continuing education or further introduction to the subject at hand might have an effect on the negative opinion of Icelandic dental professionals when it comes to immediate loading. Key words: dental technology, dental implants, dentures, dentistry, dental sciences

Samþykkt: 
 • 24.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BVB_Hradplanta_tanngervi.pdf614.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf198.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF