is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41339

Titill: 
  • Áhrif og afleiðingar fíkniefnaneyslu á tann- og munnheilsu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Tilgangur: Markmið ritgerðarinnar er að fræða fólk um afleiðingar fíkniefnaneyslu á tann- og munnheilsu og opna umræðu um þetta málefni á Íslandi. Það verður gert með því að svara rannsóknarspurningunni: Hver eru áhrif og afleiðingar fíkniefnaneyslu á tann- og munnheilsu? Þetta fræðilega yfirlit nýtist fagfólki sem sinnir tannheilsu, almenningi og einnig einstaklingum sem glíma við fíkniefnaneyslu og vita ekki áhætturnar sem fylgja neyslunni né þekkja úrræði sem þeir gætu nýtt sér.
    Aðferðir: Til að svara rannsóknarspurningu var gerð kerfisbundin leit að vísindagreinum í fræðilegt yfirlit. Viðfangsefni rannsóknar var skilgreint, valin leitarorð, upplýsingaþörf ákveðin og leitað að vísindagreinum um viðfangsefnið. Leitað var samkvæmt rannsóknaráætlun að ritrýndum og gagnrýndum heimildum í gagnasöfnum PubMed/Medline, Google Scholar, Web of Sience og Scopus á tímabilinu 14. til 18. mars 2022.
    Niðurstöður: Samtals 16 rannsóknir uppfylltu leitarskilyrði varðandi tann- og munnheilsu fíkniefnaneytenda. Greinarnar voru flokkaðar eftir efnisinnihaldi og tegund fíkniefna. Helstu fíkniefni sem komu fram í niðurstöðum voru metamfetamín, ópíum, heróín og metadón sem notað er sem meðferðarúrræði. Þessi sömu efni sýndu verstu áhrif og afleiðingar á tann- og munnheilsu. Áhrifin voru að mestu leyti þau sömu hjá öllum fíkniefnum sem rannsökuð voru í þessari ritgerð. Það er að segja munnþurrkur, tannskemmdir, tapaðar tennur, fylltar tennur, tannholds- og tannhaldsbólgur, tannsteinn, gnístur og kjálkavandamál. Afleiðingar neyslu á tann- og munnheilsu fíklanna var mismunandi eftir því hvaða efni voru tekin, hver aldur einstaklinga var, félagslegri stöðu viðkomandi, lengd neyslu og alvarleika neyslunnar.
    Ályktun: Tegund fíkniefna, aldur notanda, lengd og umfang neyslu spilar stóran þátt í hversu alvarleg áhrif neysla hefur á tann- og munnheilsu viðkomandi. Bágborin félagsleg staða, atvinnuleysi og bágur fjárhagur getur einnig komið í veg fyrir notkun tannheilbrigðisþjónustu. Í alvarlegum tilfellum þarf að endurbyggja og laga munnhol eftir tannúrdrætti og að smíða tanngervi sem sjaldan er á færi fíkniefnaneytenda án stuðnings frá samfélaginu.
    Efnisorð : Munnheilsa, fíkniefnaneysla, tannheilsa, tannsmíði.

  • Purpose: The aim of the dissertation is to describe common consequences of drug use on dental and oral health and to open a discussion about this topic in Iceland. This will be done by answering the research question: What are the effects and consequences of drug abuse on dental and oral health? This literature review is useful for health professionals, the general public and individuals who are struggling with drug addiction and are unfamiliar with the risks associated with the drug abuse, or unaware of available resources for drug users.
    Methods: To answer the research question, a literature review was conducted according to research protocol and the subject was defined, the need for information was determined and a search was performed according to inclusion criteria. The search was performed using the following online libraries PubMed / Medline, Google Scholar, Web of Science and Scopus. The research was conducted from 14th to18th of March in 2022.
    Results: A total of 16 studies met the research criteria concerning both dental and oral health of drug addicts. The studies were categorized by substance content and type of drug. The most popular drugs found in this search were methamphetamine, opium, heroin, and methadone which is used for treatment purposes. Those substances showed the worst consequences on dental and oral health. The effects were mostly the same with all the drugs i.e., dry mouth, tooth decay, missing teeth, filled teeth, periodontitis and gingivitis, plaque, bruxism, and jaw problems. The severity of the dental and oral health of the addicts varied depending on the substance taken, age of user, social status, duration of consumption and severity of consumption.
    Conclusion: What substance is being used, age of user, length and extent of consumption play a big part in how serious effects of drug abuse has on oral health. Social status, unemployment and lack of financial resources can prevent drug abusers from using dental services. Further, severe oral health problems and tooth loss may result in need for complex and expensive dental rehabilitation, which drug users are unlikely to afford without social support.
    Key words: Oral health, Drug abuse, dental health, dental technology.

Samþykkt: 
  • 25.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SB_Munnheilsa_Fíkniefni.pdf471,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf183,34 kBLokaðurYfirlýsingPDF