is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41341

Titill: 
 • Árekstragreining skipulagsstefna: Greining og notkun stafrænna kortagagna til að auka samræmingu í stefnumótun og áætlanagerð ríkisins
 • Titill er á ensku Conflict analysis of planning policies and strategies: Analysis and use of digital plan data to increase coordination in state policy and planning
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Innan Stjórnarráðs Íslands hefur verið bent á að það skorti á samhæfingu og samræmingu milli ráðuneyta við mótun stefna og áætlana, sem er viðamikill þáttur í starfsemi þeirra og birtist m.a. í málefnasviðsstefnum eins og samgönguáætlun og rammaáætlun. Til að tryggja skilvirka og samræmda stefnumótun og áætlanagerð um skipulag á landnotkun og nýtingu lands og auðlinda, er nauðsynlegt að horft sé til gildandi skipulagsstefna þegar unnið er að nýrri stefnumótun. Í rannsóknaverkefninu er gerð greining á málefnasviðsstefnum sem snerta skipulagsgerð og landnotkun beint, gert stöðumat á landupplýsingagögnum og þróuð aðferðafræði til að fá fram á myndrænan hátt, mögulega „árekstra“ milli ólíkra stefna um áætlaða notkun landsvæðis (nýting eða vernd) og metur hversu alvarlegir (samræmanlegir) árekstrarnir eru og hversu líklegt er að þeir valdi hagsmunaárekstrum og deilum í samfélaginu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðferðafræði „árekstragreiningarinnar“ sé gagnleg við stefnumótun. Eins og var markmiðið, fékkst tölfræði yfir fjölda árekstra og aðferðin býður upp á nánari skoðun landsvæða og frekari greiningu. Stöðumatið bendir á hvernig fyrirliggjandi landupplýsingagögn eru notuð og hvar má bæta þau. Einnig er settar fram tillögur að hagnýtum aðgerðum. Með þessari aðferð er vonandi hægt að veita grunn fyrir umræður og upplýsta ákvarðanatöku meðan á stefnumótun stendur og áður en stefnan eða áætlunin er gefin út og kemst til framkvæmdar. Þannig er hægt að koma í veg fyrir árekstra og hugsanleg átök og deilur þegar verið er að gera nýjar stefnur og áætlanir.

 • Útdráttur er á ensku

  Within the Government of Iceland it has been indicated that there is a lack of co-ordination between ministries in the formulation of policies and plans, which is an extensive part of their activities and is reflected in e.g., major policies such as transportation plans and the master plan for nature protection and energy utilization. In order to ensure effective and coordinated policymaking and planning, for the planning of land use and the utilization of land and resources, it is necessary to consider the current planning policy and strategy when
  working on a new policy. This research project analyzes major public policies directly related to planning and land use, assesses the status of spatial information data and develops a methodology for presenting graphically the potential “collision” between the policies on planned use of land (utilization or protection), and assesses how serious (compatible) the collisions are and how likely they are to cause conflicts of interest and social conflicts. The results of the study indicate that the methodology of “conflict overlay analysis” functions as it should. As was the goal, statistics were obtained on the number of collisions and the method offers a way to closer inspection of the terrain and further analysis. The status assessment indicates where existing spatial data is currently used and how it can be improved. Proposals for practical measures are also suggested. Hopefully this method can provide a basis for discussion and informed decision-making during the planning process, and before the policy or plan is implemented. In this way, collisions and potential conflicts and disputes can be avoided then new policies and plans are being drawn up.

Samþykkt: 
 • 25.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árekstragreining skipulagsaaetlana_ MSc KjartanDue.pdf7.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf328.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF