is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41347

Titill: 
 • Tannheilsa á meðgöngu: Áhrif meðgöngu á tannheilsu móður
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Þekking barnshafandi kvenna á Íslandi á tengslum milli meðgöngu og mögulegra munnkvilla er á huldu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna almenna þekkingu barnshafandi kvenna á Íslandi á mögulegum áhrifum meðgöngu á tannheilsu og mögulegum kvillum sem kunna að koma upp eða aukast á meðan á meðgöngu stendur. Aðferðir: Í rannsókninni var notast við megindlega aðferðafræði þar sem rafræn spurningakönnun var send út og notað snjóboltaúrtak til að ná til þátttakenda. Könnuninni var dreift á Facebook bæði í opna og lokaða hópa. Notast var við lýsandi tölfræði til að birta niðurstöður. Niðurstöður: Alls tóku 300 barnshafandi konur þátt í rannsókninni. Ríflega helmingur 56,0% (n = 168) þeirra var 30 ára og yngri og meiri hluti 61,0% (n = 183) var með háskólamenntun. Út frá meðaleinkunn á þekkingu þátttakenda á tannholdsbólgu, reyndist meirihluti 62,5% þekkja einkenni tannholdsbólgu og 61,5% þekkja atriði sem minnka áhættu á tannholdsbólgu. Hins vegar þekkir minnihluti 42,7% orsakir tannskemmda og 37,2% tannholdsbólgu. Meirihluti þátttakenda, 76,7%, telur sig ekki hafa fengið fræðslu um tannheilsu á meðgöngu og yfirgnæfandi meirihluti, 93,0%, telur þörf á frekari fræðslu. Flestir (80,4%) myndu vilja fá fræðslu um tengsl meðgöngu og munnkvilla í Mæðravernd. Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þekking barnshafandi kvenna á Íslandi á áhrifum meðgöngu á tannheilsu sé ábótavant. Fáar telja sig hafa fengið fræðslu um efnið og mikill meirihluti er sammála því að þörf sé á betri fræðslu um tannheilsu á meðgöngu til barnshafandi kvenna.
  Efnisorð: Tannsmíði, tannheilsa, meðganga, tannholdsbólga, samfélagsmiðlar

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The knowledge of pregnant women in Iceland about the relationship between pregnancy and possible affect on oral health is unknown. The aim of this study was to evaluate the general knowledge of pregnant women in Iceland about possible effects of pregnancy on dental health that may arise or increase during pregnancy. Methods: Quantitative methodology was used in the study in which an online questionnaire was distributed and a snowball sample was used to reach participants. The survey was distributed on Facebook in both open and closed groups. Results were presented with descriptive statistics.
  Results: A total of 300 participants answered the questionnaire. Over half of them, 56.0% (n = 168), were 30 years old or younger, and the majority, 61.0% (n = 183), had a university degree. Based on the average rating of statements, the majority was familiar with the symptoms of gingivitis (62.87%), and factors that can reduce the risk of gingivitis (61.50%), while fewer were familiar with the causes of tooth decay (42.70%) and gingivitis (37.22%). The majority, 76.7%, believes that they have not receved any education on the subject, and the vast majority, 93.0%, believes that further education is needed. Most participants, 80.4%, would like to receive education in prenatal care.
  Conclusion: The results indicate that knowledge of risk factors of pregnancy on dental health among Icelandic pregnant women is deficient. Few participants have received education on the subject and the vast majority agreed that there is a need for better education on dental health during pregnancy.
  Key words: Dental technology, Dental health, Pregnacy, Gingivitis, Social media

Samþykkt: 
 • 27.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannheilsa_a_medgongu_ AS.pdf633.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf3.09 MBLokaðurYfirlýsingPDF