en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4134

Title: 
  • Title is in Icelandic Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Becks Anxiety Inventory
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar Beck Anxiety Inventory (BAI). Gögn frá 1067 háskólanemum, 697 konum og 362 körlum (meðalaldur 25,38 ár) og 607 sjúklinga, 485 konum og 122 körlum (meðalaldur 41,27 ár), voru notuð í rannsókninni. Auk þess var BAI lagður fyrir 88 háskólanema með tveggja vikna millibili til að kanna endurprófunaráreiðanleika. Innri áreiðanleiki reyndist góður, α = 0,96-0,97 í hópi nemenda, fyrir hvort kyn sem og heild og α = 0,92 í hópi sjúklinga. Endurprófunaráreiðanleiki reyndist einnig góður (r = 0,79-0,81) fyrir karla, konur og heild. Fylgni BAI við aðra kvíðakvarða reyndist á bilinu r = 0,48-0,69 en á bilinu r = 0,39-0,59 við þunglyndiskvarða. Staðfestandi og leitandi þáttagreining var gerð á bæði nemenda- og sjúklingaúrtaki. Einn þáttur skýrði best dreifingu atriða í leitandi þáttagreiningu hjá bæði nemendum og sjúklingum sem styður skorun kvarðans á einum þætti. Staðfestandi þáttagreining var gerð þar sem fjórar mismunandi þáttalausnir voru prófaðar. Líkan fjögurra þátta lýsti dreifingu atriða best hjá bæði nemendum og sjúklingum en líkan eins þáttar kom einnig vel út hjá nemendum. Almennt reyndust líkön lýsa gögnum betur hjá nemendum en hjá sjúklingum. Niðurstöður renna stoðum undir íslenska gerð BAI sem áreiðanlegt og réttmætt mælitæki fyrir kvíða hér á landi.

Accepted: 
  • Nov 27, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4134


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lok_fixed.pdf854.8 kBOpenHeildartextiPDFView/Open