is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4135

Titill: 
  • Árangur heilsueflingarverkefnisins. Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Til þess að heilsueflandi verkefni nái árangri þarf það að vera fjölþætt og meta það með margvíslegum aðferðum. Í þessari ritgerð var tekið fyrir heilsueflingarverkefni hjá Lýðheilsustöð sem heitir Allt hefur áhrif, einkum við sjálf. Verkefnið er þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar og 25 sveitarfélaga í landinu. Markmið þess er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt matarræði, með það að leiðarljósi að fyrirbyggja sjúkdóma og bæta líðan barna og ungmenna.
    Tilgangur þessarar ritgerðar var að skoða árangur verkefnisins Allt hefur áhrif frá ýmsum hliðum. Stuðst var við fyrirliggjandi gögn hjá Lýðheilsustöð, það eru spurningakannanir, stefnumiðað árangursmat og undirmarkmið verkefnisins. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við sex einstaklinga frá Lýðheilsustöð og sveitarfélögum.
    Helstu niðurstöður gáfu til kynna að verkefnið Allt hefur áhrif sýnir fram á góðan árangur á ýmsum sviðum hvað varðar heilsutengda þætti er varða hreyfingu og næringu. Þetta er víðtækt og þverfaglegt verkefni sem hefur haft áhrif á hagsmunaaðila og stuðlað að heilsueflingu barna og ungmenna í sveitarfélögum. Með því að meta árangur heilsueflingarverkefna með ýmsum aðferðum er verið að stuðla að öflugri verkefnum, gera þau skilvirkari og auka áhrifamátt þeirra.

Samþykkt: 
  • 30.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lf_fixed.pdf4.56 MBLokaður til...01.01.2021HeildartextiPDF