is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41357

Titill: 
 • Samskipti nemenda í tannlæknadeild og viðhorf þeirra til teymisvinnu í námi
 • Titill er á ensku Communication between students in dental sciences and their perspective towards teamwork during their studies
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf nemenda í tannlæknadeild til samvinnu og samstarfs í munn- og tanngerva vísindum. Auk þess að rannsaka það hvort nemendur við Tannlæknadeild háskóla Íslands séu ánægðir eða óánægðir með samskiptin. Leitað var að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er viðhorf nemenda til teymisvinnu í tann- og munngervavísindum? Aðferðir: Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Í henni felst að nota tölulegar mælingar til að svara spurningum. Við val á þátttakendum var notast við hentugleikaúrtak en úrtakið samanstóð af nemendum sem lokið hafa einu námsári í tannsmíði og tveimur námsárum í tannlæknisfræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Rafrænn spurningalisti var notaður til að afla gagna og úrvinnsla þeirra var framkvæmd í reikniforritunum Microsoft Excel og SPSS-27. Niðurstöður voru birtar með lýsandi tölfræði í texta, töflu og myndum. Niðurstöður: Alls gáfu 32 þátttakendur kost á sér í könnuninni og mikill meirihluti þeirra voru konur 84,4% (n=27), en 5 karlar tóku þátt, 15,6%. Tannlæknanemarnir voru fleiri (65,6%, n=21) og 11 tannsmiðanemar tóku þátt sem eru 34,4% af heildarfjölda. Samkvæmt svöruninni eru nemendur almennt ánægðir með samskiptafærni sína í flestum verklegum grunnfögum. Báðir hóparnir telja þó samkennslu ekki næga og að samvinna í námi geti skilað betri þjónustu að námi loknu.
  Ályktun: Þegar kemur að smíðum tanngerva er samstarf tannlæknis og tannsmiðs lykilatriðið að gæða útkomu þess. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að lítil samvinna sé meðal tannlækna- og tannsmiðanema og var meirihluti nemenda sammála því að vilja auka samvinnu milli samnemanda sinna og skapa þannig meiri heild.
  Efnisorð: Tannsmíði, tannsmiðir, tannlæknar, samskipti og samvinna.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The aim of this study was to examine the attitudes of students in the dental department towards collaboration and cooperation in making dental prosthetics. In addition to reaserching whether students at the faculty of dentistry at the University of Iceland are satisfied or dissatisfied with the communication. An attempt was made to answer the research question: What is the attitude of students towards teamwork in the dental and orthodontic sciences?. Methods: The study used a quantitative research method, which involves using numerical measurments to answer questions. A selection of convenience was used to select participants, and the sample consisted of students who had completed one year of study in dental technology and two years of study in dentistry at the faculty of dentistry at the University of Iceland. An online questionnaire was used to collect data and it’s processing was performed in the Microsoft Excel and SPSS-27 calculators. The results were published with descriptive statistics in text, table and pictures.
  Results: A total of 32 participants took part in the survey and the vast majority of them were women 84,4% (n=27), while 5 men participated, 15,6%. There were more dental students (65,6%, n=21), and 11 dental technology students participated, which is 34,4% of the total number of students. According to the response, students are generally satisfied with their communication skills in most practical basic subjects. Both groups believe, however, that co-learning is not enough and that collaboration in learning can provide better services after graduation.
  Conclusion: When it comes to making dentures, the collaboration between a dentist and dental technician is the key to ensuring the best results. The results of this study indicate that there was little collaboration among dental and dental technology students, the majority of students agreed that they want to increase collaboration between their fellow students and thus create a greater whole.
  Key words: Dental technology, dental technician, dentist, communication and collaboration.

Samþykkt: 
 • 27.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Indiana Taroni BS maí 2022.pdf680.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing bs.jpeg259.44 kBLokaðurYfirlýsingJPG