Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41368
Björgunarsveitir landsins hafa í áranna rás unnið ósérhlífið sjálfboðastarf fyrir þjóðina við bjargir og aðra þjónustu. Með aukinni ferðamennsku á Íslandi síðastliðinn áratug virðist álag á þær hafa aukist en þessi rannsókn snýr að upplifun björgunarsveitafólks á aukningu ferðamanna og hvernig þeir hafa áhrif á öryggi ferðamanna. Rannsóknin notast við blandaða aðferð þar sem gerð var eigindleg og megindleg rannsókn. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar felst í viðtölum við þrjá formenn í björgunarsveitum á Suðurlandi, en ákveðið var að taka fyrir Suðurland sökum fjölda ferðamanna sem heimsækja landshlutann. Gagnagreining viðtalanna leiddi í ljós þrjú megin þemu: 1. Ferðahegðun ferðamanna, 2. Upplýsingaflæði og 3. Ábyrgðarhlutverk. Niðurstöður leiddu í ljós að það eru margir þættir sem stuðla að öryggi ferðamanna og gegna allir mikilvægu hlutverki. Í megindlegum hluta var ákveðið að skoða nánar tengsl milli þess hvort björgunarsveitarfólk upplifi aukið álag af völdum ferðamanna og hvort þeir upplifi álag á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Til að rannsaka það nánar var lögð spurningakönnun fyrir björgunarsveitarfólk á Suðurlandi. Niðurstöður voru greindar með tölfræðiforritinu SPSS og skoðað var hvort um tengsl væri að ræða. Í lok megindlegrar rannsóknar kom í ljós að ekki væri hægt að segja með vissu að tengsl væru á milli þessara þátta þar sem gögnin voru ekki tölfræðilega marktæk.
Lykilorð: Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveit, Suðurland, ferðamennska, öryggi, sjálfboðaliði, ævintýraferðamennska, náttúruferðamennska, sjálfstæður ferðamaður.
Over the years, the country's rescue teams have carried out selfless volunteer work for the nation on rescue and other services. With the increase in tourism in Iceland over the past decade, their workload seems to have increased, but this study focuses on the rescue team's experience on the increase of tourists and how they affect the safety of tourists. The study uses mixed methods, a qualitative and quantitative study. The qualitative part of the study consists of interviews with three chairmen of rescue teams in the South region due to popularity among tourists. Three main themes were identified: 1. Tourist travel behavior, 2. Information flow and 3. Responsibility. The results showed that many factors contribute to the safety of tourists and all play an important role. In the quantitative part, it was decided to look more closely at the relationship between whether rescue crews experience stress caused by tourists and whether they experienced stress as a positive or negative thing. This was done by sharing a questionnaire to rescue teams in the South. The results were analyzed with the statistical program SPSS and it was examined whether there was connection. At the end of the quantitative study, it was found that it was not possible to say that there was a relationship between these factors as the data were not statistically significant.
Keywords: Slysavarnafélagið Landsbjörg, rescue team, Southern region, tourism, safety, volunteer, adventure tourism, nature tourism, independent tourist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnheiður Theodóra Guðmundsdóttir og Sigrún Þóra Magnúsdóttir - BS lokaverkefni - Öryggi ferðamanna á Íslandi og álag á björgunarsveitarfólk „Æ, björgunarsveitin sækir mig hvort eð er“ .pdf | 1,12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-2.pdf | 264,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |