is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41371

Titill: 
  • Kulnunareinkenni og vinnuaðstæður sálfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þó að sálfræðingar séu útsettir fyrir kulnun virðast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifaþáttum kulnunar hjá sálfræðingum á Íslandi. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa meðal annars verið þær að vinnuálag ýti undir kulnun hjá sálfræðingum en að félagslegur stuðningur verndi gegn áhrifum vinnuálags á kulnun. Þá er einnig vöntun á stöðluðu íslensku mælitæki til að meta kulnun, en erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að Burnout Assessment Tool (BAT listinn) hafi góða próffræðilega eiginleika. Í þessari rannsókn var því íslensk útgáfa BAT listans ásamt fleiri listum lögð fyrir 234 sálfræðinga. Það var gert í þrenns konar tilgangi; að kanna próffræðilega eiginleika BAT listans, sem er hluti af stöðlun hans hér á landi, að meta tíðni kulnunareinkenna meðal sálfræðinga á Íslandi og að athuga hvort tilteknir vinnustaðar- og einstaklingsþættir spái fyrir um tíðni kulnunareinkenna hjá þessum hópi. Niðurstöður sýndu að próffræðilegir eiginleikar BAT listans voru góðir þrátt fyrir smávægilegt misræmi við upprunalega útgáfu listans. Í heildina voru tæplega 26% sálfræðinganna ýmist í hættu eða í mjög mikilli hættu á kulnun. Sálfræðingar í opinbera geiranum höfðu hærri tíðni kulnunareinkenna í formi örmögnunar og hugrænnar skerðingar heldur en sjálfstætt starfandi sálfræðingar og sálfræðingar yngri en 45 ára höfðu almennt hærri tíðni kulnunareinkenna en þeir 45 ára eða eldri. Vinnustaðarþættir veittu betri forspá um kulnunareinkenni en einstaklingsþættir en félagslegur stuðningur virtist ekki vernda gegn áhrifum vinnuálags á tíðni kulnunareinkenna. Þessar niðurstöður má nýta til að þróa inngrip til að sporna gegn kulnun hjá sálfræðingum. Einnig eru þær hluti af stöðlun BAT listans sem mun gera sálfræðingum kleift að leggja hann fyrir skjólstæðinga þegar grunur leikur á kulnun.

Samþykkt: 
  • 30.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RITGERÐ-LOKASKJAL.pdf1.64 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf895.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF