Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41373
Inngangur: Einstaklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm sem þurfa á blóðskilunarmeðferð að halda upplifa fjöldann allan af einkennum. Rannsóknir sýna að meira en helmingur þeirra upplifir vöðvakrampa, svefntruflanir og þreytu sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif styrktarþjálfunar efri og neðri útlima á vöðvakrampa, þreytu og svefntruflanir hjá einstaklingum í blóðskilunarmeðferð, ásamt því að kanna tengsl líkamlegrar virkni á áður upptalin einkenni.
Aðferðir: Rannsóknin var hálftilraun þar sem gögn voru borin saman fyrir og eftir átta vikna styrktarþjálfun þrisvar sinnum í viku meðan á blóðskilun stóð. Spurningalistar voru notaðir til að meta þreytu, vöðvakrampa og líkamlega virkni og tengsl líkamlegrar virkni og fyrrgreindra einkenna var skoðuð. Við úrvinnslu ganga var notuð lýsandi tölfræði með Microsoft Excel forritinu og martækniútreikningar með Wilcoxon Signed Rank Test í Jamovi tölfræðiforritinu þar sem gögn voru ekki normaldreifð.
Niðurstöður: Þátttakendur voru sjö karlmenn á aldrinum 34 til 79 ára sem voru í blóðskilunarmeðferð á Landspítalanum við Hringbraut þrisvar sinnum í viku. Marktækur munur (p < 0,05) var á tvíhöfðakreppu, olnbogaréttu, standa upp og setjast og kálfalyftum eftir átta vikna styrktarþjálfun. Tveir þátttakendur upplifðu svæsna þreytu fyrir íhlutun en enginn eftir íhlutun. Fjórir þátttakendur áttu í erfiðleikum með svefn fyrir íhlutun, en vöknuðu að meðaltali sjaldnar upp á nóttunni eftir íhlutun. Aðeins tveir þátttakendur fengu vöðvakrampa fyrir og eftir íhlutun. Niðurstöður úr spurningalistanum um líkamlega virkni fékkst frá fjórum þátttakendum.
Ályktun: Ekki var hægt að draga ályktanir af þessari rannsókn vegna fárra þátttakenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni 2022 - LOKAEINTAK.pdf | 2,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
May 29, Doc 1.pdf | 443,14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |