is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41376

Titill: 
  • Dagleg hreyfing og kyrrseta eldri Norðlendinga sem bjuggu í heimahúsum og fengu heilsueflandi heimsóknir á árunum 2013 og 2020
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kyrrseta á það til að aukast á efri árum og því er ávinningur reglulegrar hreyfingar sérstaklega mikill fyrir eldra fólk. Heilsueflandi heimsóknir eru einstakur vettvangur til að safna upplýsingum um heilsu og lífsstíl eldra fólks sem býr heima.
    Markmið: Að meta hreyfingu og kyrrsetu eldra fólks á Norðurlandi sem fékk heilsueflandi heimsóknir og greina hvoru tveggja eftir aldri, kyni, rannsóknartímabilum, hjúskaparstöðu, búsetu og árstíma.
    Aðferðir: Þessi þversniðsrannsókn byggir á fyrirliggjandi gögnum frá 553 Norðlendingum sem fengu heilsueflandi heimsóknir á tveimur aðskildum tímabilum, árunum 2013 og 2020. Einstaklingarnir voru á aldrinum 75-96 ára, 56% voru konur og 89% bjuggu í þéttbýli. Spurningarlistinn Mat á Líkamsvirkni Aldraðra (MLA) var notaður til að meta hreyfingu og kyrrsetu þátttakenda í heilsueflandi heimsóknum. Listinn metur heildarhreyfingu síðastliðna sjö daga við mismunandi aðstæður; hreyfingu í tómstundum, við heimilisstörf og við vinnu og hægt er að fá heildarstig á bilinu 0-400+.
    Niðurstöður: Heildarstig einstaklinga voru á bilinu 0 til 213 stig og meðaltalsstig voru 73. Í heildina hreyfðu karlar sig meira en konur, yngri einstaklingar hreyfðu sig meira en eldri, heildarhreyfing var meiri yfir birtumeiri hluta ársins en í skammdeginu og dreifbýlisbúar hreyfðu sig meira en þéttbýlisbúar. Karlar fengu fleiri stig en konur í öllum undirflokkum MLA. Yfir 75% af heildarhreyfingu þátttakenda tengdist heimilisstörfum. Tæp 99% stunduðu kyrrsetuathafnir daglega eða nær daglega þar sem algengustu athafnirnar voru sjónvarpsáhorf, lestur, handavinna og tölvunotkun. Konur voru líklegri til að stunda handavinnu og karlar notuðu frekar tölvu í sínum tómstundum.
    Ályktun: Þessi nýja þekking, á hreyfi- og kyrrsetuvenjum eldra fólks sem býr í heimahúsum á Norðurlandi nýtist sjúkraþjálfurum í að styðja enn frekar við þá hópa sem eru minna líkamlega virkir og hvetja þá og fræða sérstaklega um hreyfingu og ávinning hennar. Jafnframt nýtast niðurstöðurnar til umbóta í heilsueflandi þjónustu við aldraða.

Samþykkt: 
  • 30.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_HeidrunDis_2022.pdf1.02 MBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf232.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF