is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4138

Titill: 
  • Erlendar stöðvar. Þýðing á skáldsögunni La Télévision eftir Jean-Philippe Toussaint, með hliðsjón af hugmyndum um útlenskun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta samanstendur annars vegar af þýðingu skáldsögunnar La Télévision eftir Jean-Philippe Toussaint og hins vegar af ritgerð, þar sem leitast er við að útskýra hvernig þýðingin var unnin og hvers vegna. Til grundvallar liggur spurningin um hvernig sé siðferðilega réttast að þýða skáldverk. Í kjölfar hennar fylgir athugun á kenningum þeirra Schleiermachers og Antoines Bermans um útlenskun eða framandgervingu í þýðingum, en hún gengur í stuttu máli út á að aðlaga frumtexta ekki um of að markmálinu og samfélagi þess, heldur að láta lesendur finna að þeir séu að lesa erlent verk. Það að þýða bókstaflega er liður í þeirri stefnu. Siðfræðileg krafa þessarar stefnu er sterk, því með henni geta lesendur markmáls kynnst hinu erlenda á þess eigin forsendum og fræðst um það. Á móti kemur önnur krafa til þýðandans um að virða fagurfræðilegar áherslur höfundarins og að afskræma heldur ekki markmálið, en bókstaflegar þýðingar skapa talsverða hættu á því. Þess er freistað að sætta þessi öndverðu sjónarmið með hugmyndum frá Paul Ricœur og Umberto Eco. Að lokum er svo fjallað um þýðingarvinnuna sjálfa og minnst á nokkra aðra texta sem þjónuðu sem fyrirmynd þessarar þýðingar.

Samþykkt: 
  • 4.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildarskjal_fixed.pdf639.3 kBLokaðurHeildartextiPDF