en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41385

Title: 
  • Title is in Icelandic Árangur hópmeðferðar við þunglyndi og kvíða innan endurhæfingar
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sterkt tvístefnusamband er milli þunglyndis og krónískra líkamlegra heilsufarsvandamála. Oft hentar HAM þeim sem glíma við bæði betur en lyfjameðferð. HAM er útbreiddasta meðferðin við þunglyndi og er algengt að hún sé veitt í hópi. Í HAM er meðal annars unnið að því að breyta hugarfari en í þunglyndi einkennist hugarfar oft af sjálfvirkum neikvæðum hugsunum. Þær spila stórt hlutverk bæði í þróun og bata þunglyndis. Rannsóknir hafa sýnt fram á árangur HAM í einstaklingsviðtölum en fræðilegur grunnur á bak við hópmeðferðir er ekki eins sterkur. Rannsóknir á hópmeðferðum við þunglyndi benda almennt til góðs árangurs en ef þunglyndi er í samslætti við líkamlega kvilla eru niðurstöður ekki eins afgerandi. Eftirfarandi rannsókn fór fram á endurhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi. Þátttakendur voru 221 einstaklingar sem tóku þar þátt í HAM hópmeðferð við þunglyndi og kvíða á árunum 2014-2022. Unnið var úr fyrirliggjandi gögnum, svörum úr spurningalistunum DASS, ATQ og ATQ-P fyrir og eftir meðferð. Þátttakendur höfðu lokið meðferðinni þegar úrvinnsla gagna hófst. Megintilgangur rannsóknarinnar var að skoða hverjum hópmeðferðin er að nýtast best og hverjum hún nýtist síður. Búist var við því að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnkuðu hjá hluta af þátttakendum eftir meðferðina. Búist var við því að finna tengsl milli ýmissa bakgrunnsbreyta þátttakenda og meðferðarárangurs. Kannað var hvort hugrænar breytingar spáðu fyrir um breytingu í þunglyndiseinkennum. Í samræmi við tilgátur dró úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu hjá hluta þátttakenda. Breyting í sjálfvirkum neikvæðum hugsunum og streitu yfir meðferðartímann spáðu hvort um sig fyrir breytingu í þunglyndiseinkennum. Þvert á það sem búist var við fundust ekki tengsl milli endurhæfingarsviðs og meðferðarárangurs.

Accepted: 
  • May 30, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41385


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MSc_Sigrún Edda_Lokaeintak.pdf1.06 MBLocked Until...2072/05/30Complete TextPDF
Skemman_yfirlysing.pdf255.72 kBLockedDeclaration of AccessPDF