Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41400
The East African rift system extends 3500 km from Ethiopia in northern Africa to Mozambique. Beneath the northern part of the rift system there is a mantle plume which has been observed using He isotopes. A significant characteristic for hot spot lavas is their high fraction of pyroxenite-derived melt. 80 olivine samples, 73 lava samples and 7 xenoliths from: the Red sea area, the main Ethiopian rift, Afar, the Southern Kenya rift, Northern Kenya rift, Off-axis tertiary and quaternary rocks (mainly from Ethiopia) and the Western rift, were chemically analyzed for major and minor element composition using a microprobe. This was done with the purpose of observing variations in the olivine chemistry throughout the rift system as caused by the mantle plume in the northern part of the rift. The conclusion is that the melts in the EARS are mixtures of melts generated by partial melting of mantle sources that contain both peridotite and pyroxenite. By looking at Ni content and Ca content in crystals it can be observed that the crystals from the northern part of the rift are more abundant in these elements exhibiting more pyroxenite-derived melts in the lavas. Therefore, it is possible to observe large geochemical features such as mantle plumes by simple chemical analyzes of olivine crystals.
Austur-Afríku sigdalurinn spannar 3500 km frá Eþíópíu í Norður-Afríku suður til Mósambík. Undir norðurhluta kerfisins er að finna möttulstrók sem hefur verið rökstutt m.a. með mælingum á He samsætum. Algengur eiginleiki hrauna sem myndast á heitum reitum er að þau hafa hátt hlutfall pyroxenite bráðar. Samtals 80 mismunandi ólivín kristallar frá Eþíópíu rekbeltinu, Afar, Kenía, Rauðahafinu, vestra rekbeltinu og utan rekbeltisins (aðallega frá Eþíópíu) voru efnagreindir með notkun örgreinis. Þetta var gert í þeim tilgangi að sjá hversu fjölbreyttar efnasamsetningar kristallanna frá mismunandi stöðum reksins eru, með tilliti til möttulstróksins í norðri. Niðurstöðurnar eru þær að kvikan sem hefur gosið á svæðinu er úr bráð sem hefur blandaða efnasamsetningu pyroxenite og peridotite Með því að skoða magn Ni og Ca í ólivíninu er ljóst að kristallar úr norður hluta rek kerfisins innihalda hærra hlutfall þessara efna sem sýnir fram á að hlutfall pyroxenite bráðar er hærra á norður hluta svæðisins. Því er hægt að sýna fram á tilvist möttulstróka með því að, einfaldlega, efnagreina ólivín kristalla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EARS thesis Anna-Bríet-Bjarkadóttir.pdf | 2,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 259,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |