is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41403

Titill: 
  • Að brjóta niður veggi viðmiða í stærðfræðistofunni. Starfendarannsókn á breytingum á viðmiðum innan stærðfræðistofunnar þegar kennt er eftir hugmyndum um hugsandi kennslurými
  • Titill er á ensku To break down the walls of norms in the mathematics classroom
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hægt er að segja að meginmarkmið stærðfræðikennara sé að láta nemendur hugsa. Þó virðist stærðfræðikennsla í íslenskum framhaldsskólum hafa fest í ákveðnum viðmiðum sem virðast sniðganga hugsun, skilning, umræður og rökræður. Að brjóta niður þessi viðmið getur reynst kennurum flókið og jafnvel ómögulegt. Í þessari ritgerð er skoðað hvort hægt sé að brjóta niður þessi viðmið með því að notast við hugmyndir um hugsandi kennslurými. Hugsandi kennslurými er rými þar sem hugsun er í fyrirrúmi, rými þar sem nemendur vinna saman að verkefnum, hönnuð til að byggja upp skilning á nýjum hugtökum og hugmyndum, rými þar sem nemendur leita skilnings í gegnum samræður við samnemendur og kennara.
    Rannsóknin sem ritgerðin byggir á er starfendarannsókn þar sem höfundur vann í sjö vikur að uppbyggingu hugsandi kennslurýmis hjá fjórum stærðfræðihópum í íslenskum framhaldsskóla og greindi breytingar á viðmiðum innan kennslurýmisins. Í tveimur af fjórum hópum náðist að brjóta niður viðmið innan kennslurýmisins og byggja upp ný viðmið sem krefjast hugsunar af bæði nemendum og kennara. Meðal viðmiða sem breyttust voru aukin sjálfstæð vinnubrögð nemenda, nemendur leituðu upplýsinga hjá samnemendum, viðhéldu eigin flæði, sýndu þrautseigju og voru tilbúnir að hugsa. Þetta olli meðal annars því að nemendur reiddu sig ekki eins mikið á svör frá kennaranum heldur á svör út frá samvinnu við samnemendur, virkni nemenda í verkefnum jókst sem og áhugi nemenda á stærðfræðitímum. Í hinum tveimur hópunum náðist ekki að brjóta niður viðmið innan kennslurýmisins sem voru til staðar.

  • Útdráttur er á ensku

    One could argue that the math teacher’s main objective is to engage students in thinking. Nevertheless, mathematics education in secondary schools in Iceland has come to a halt in certain norms that seem to boycott thinking, understanding, discussions and reason. It can be complicated and even impossible to break down these norms. The objective of this thesis was to try breaking down existing norms by building thinking classrooms. Thinking classroom is a space where thinking is required, a space where students engage in tasks developed to build up understanding of new concepts and ideas, a space where students seek understanding through monologue with other students and the teacher.
    The research behind this thesis is an action research where the author implemented thinking classrooms for seven weeks with four mathematics classes in an Icelandic secondary school and analyzed changes in classroom norms. In two of the four groups the author managed to break down classroom norms and build up new norms that require thinking from both students and the teacher. Among those new norms were increased students’ autonomy, students sought information from each other, maintained their own flow, showed resilience and were willing to think. Consequently, the teacher was no longer the main source of knowledge, instead knowledge came from interacting with other students, students’ engagement increased and their interest in math lessons grew. In the other two groups the author did not manage to break down classroom norms.

Samþykkt: 
  • 31.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að brjóta niður veggi viðmiða í stærðfræðistofunni.pdf19,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_um_medferd.pdf286,1 kBLokaðurYfirlýsingPDF