Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41405
Lokaverkefni þetta felst í hönnun og teikningu á tveggja hæða húsi með sambyggðri bílageymslu á lóð sem er í Erluási 58, 221 Hafnarfirði. Kröfur verkkaupa er að Grunnflötur má ekki vera stærri en 150 m2. Neðri hæð hússins skal vera steypt og efri hæðin skal vera úr timburgrind eða krosslímdum timbur-einingum. Þakform er valfrjálst en þó að hluta loftað sperruþak. Auk þess var sú krafa gerð að hjúpur hússins, val á gólfefni og innréttingum, skuli vera viðhaldslítið í a.m.k. 35 ár. Við val á kerfi til upphitunar er gerð krafa til skjótrar svörunar til hækkunar og lækkunar á hita í rýmum og einnig að hannað skyldi hitakerfi sem samanstendur af ofnakerfi og gólfhitakerfi. Hljóðvistarkröfur og gott inniloft skuli tryggt.
Fyrsta hæð er staðsteypt, innveggir ýmist hlaðnir eð staðsteyptir milliplata er staðsteypt. Efri hæð er úr CLT einingum. Þak er einhalla lektað sperruþak. Allir útveggir einangraðir að utan með steinull. Veðurkápa hússins er álklæðning. Gólfhitakerfi er í öllu húsinu.