Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41409
Mæði-visna veiran (MVV) er lentiveira sem sýkir sauðfé og veldur tveim sjúkdómum: mæði og visnu. Lentiveirur hafa ýmis hjálpargen sem styðja við fjölgun og lifun veiranna. Genið vif (viral infectivity factor) er eitt af þessum hjálpargenum og er það afar mikilvægt fyrir fjölgun MVV. Vif próteinið stelur E3-ubiquitin lígasa flóka og nýtir hann til að vinna gegn APOBEC3 próteinum með því að merkja þau fyrir niðurbrot. APOBEC3 er fjölskylda cýtósín deamínasa sem valda fjölda stökkbreytinga á erfðamengi veira á meðan víxlritun stendur. Vif notar einnig stolna E3-ubiquitin lígasa flókann til að brjóta niður PPP2R5 og þar með valda stöðvun á frumuhringnum í G2 fasa. PPP2R5 er fjölskylda prótein fosfatasa 2A stjórnpróteina. PPP2R5 niðurbrot og stöðvun frumuhrings í G2 fasa áhrif Vif próteinsins er vel varðveitt meðal lentilveira og því má segja að það ferli sé hagstætt fyrir veirurnar. Í þessu verkefni voru markvissar stökkbreytingar kallaðar fram í PPP2R5 bindisetinu á MVV Vif próteininu. Stórátfrumur úr sauðfé voru sýktar með MVV sem höfðu þessi stökkbreyttu Vif prótein og var framgangur sýkinganna skoðaður. Þetta var gert í þeim tilgangi að ákvarða áhrif stökkbreytinganna á vöxt veirunnar.
The maedi-visna virus (MVV) is a lentivirus that infects sheep and causes two distinct diseases, maedi and visna. Lentiviruses have accessory genes that reinforce viral replication and persistence. One of these accessory genes that many lentiviruses carry is vif (viral infectivity factor). The Vif protein is important for the viral replication of MVV. Its function is to hijack an E3-ubiquitin ligase complex and use it to counteract the effects of APOBEC3 proteins by marking the proteins for proteasomal degradation. APOBEC3 is a family of cytosine deaminase enzymes that cause mass mutations on the viral genome during reverse transcription. Vif also uses the hijacked E3-ubiquitin ligase complex to degrade PPP2R5 and induce G2 phase cell cycle arrest. PPP2R5 is a family of protein phosphatase 2A regulators. This PPP2R5 degradation and cell cycle arrest function of Vif is conserved among lentiviruses and is therefore likely beneficial for the virus. In this project, site-directed mutagenesis is used to induce specific mutations in the PPP2R5 binding site on the MVV Vif protein. Sheep macrophages were infected with mutant Vif MVV particles, and the progress of the infection is observed. This was done to ascertain the effects of the mutations on the pathogenesis of MVV.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-verkefni -jón klausen-SRJ-SRF-loka.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_Jón_Klausen.pdf | 218.14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |