Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41414
Að vera læs er afar mikilvægt í okkar samfélagi og mikilvæg undirstaða fyrir flest alla menntun er að kunna að lesa. Lestrarkennsla byrjar strax í fyrsta bekk í grunnskóla svo hægt sé að byggja á henni frekari menntun. Það er mikilvægt að vita hvar börn eru stödd í lestri til þess að geta gripið inn í ef á því er þörf og vita að þeim sé að miða áfram. Margir þættir byggja upp góða lestrarfærni, þar má telja upp lestrarhraða, lesskilning, lesfimi og orðaforða. Í þessari rannsókn er verið að skoða lesfimi hjá grunnskólabörnum í 1. - 10. bekk á Íslandi árin 2016 - 2020. Til þess er notað staðlað lesfimipróf í lesferli sem er lagt fyrir þrisvar sinnum á ári í september, janúar og maí. Hér er einungis notast við niðurstöður úr fyrirlögnum í september og maí. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða niðurstöður í september út frá viðmiðum fyrir maí, til að meta líkur á að barn nái viðmiðunum í maí út frá september niðurstöðum þeirra. Einnig að skoða hversu hátt hlutfall nemanda er að ná þessum viðmiðum. Niðurstöður sýndu að nemendur voru hlutfallslega ekki að uppfylla viðmiðin. Nemendur í 10. bekk voru lengst frá viðmiðunum og nemendur í 1. bekk voru næst þeim. Ekki er hægt að draga ályktun af hverju það er, því það er ekki rannsóknarefni þessarar rannsóknar, en hægt væri að skoða það í framhaldinu af þessari rannsókn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
20220530203452.pdf | 421.49 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaritgerð_bs_lesfimi_margret_audur.pdf | 499.37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |