is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41416

Titill: 
  • Algengi einkenna álagsmeiðsla og þjálfunarálag meðal hlaupara á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Álagsmeiðsli eru tíð og geta verið mismunandi eftir því hversu mikil áhrif þau hafa á þátttöku, æfingamagn, frammistöðu og verki. Alvarlegustu álagsmeiðslin geta valdið því að einstaklingar þurfa hætta þjálfun í ákveðin tíma. Of mikið þjálfunarálag getur haft áhrif á andlega og líkamlega líðan einstaklinga og ýtt undir þróun á álagsmeiðlsum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða algengi einkenna álagsmeiðsla og þjálfunarálag meðal hlaupara á Íslandi, sem og að bera saman hvort sambærilegar niðurstöður væri að finna í erlendum rannsóknum. Notast var við tvo sjálfsmats spurningalista við gagnasöfnun. Annars vegar Oslo Sport Trauma Reasearch Center Overuse Injury (OSTRC-O) spurningalistinn sem tekur saman magn, einkenni og afleiðingar álagsmeiðsla, og hins vegar margþátta þjálfunarálagskvarðinn (MÞÁK) sem metur hættuna á ofþjálfun við aukið þjálfunarálag hjá fólki sem stundar reglulega hreyfingu. Listarnir voru lagðir fyrir einu sinni í byrjun ágúst. Alls voru 134 þátttakendur sem tóku þátt í rannsókninni, 59 karlar og 75 konur. Marktækar munur (p=0,02) fannst á öllum álagsmeiðslum (ÁM) sem hafa áhrif á þátttöku, æfingamagn, frammistöðu og verki í fæti milli kynjanna. Einnig fannst marktækur munur (p=0,04) á milli kynjanna á alvarlegum álagsmeiðslum (AÁM) sem hafa áhrif á þátttöku og frammistöðu í mjöðm/læri, hné, fæti og mjóbaki. Marktækan mun (p=0,002) var einnig að finna milli kynjanna þegar kom að alvarlegum álagsmeiðslum á einu eða fleirum líkamssvæðum; 27,1% fyrir karla og 53,3% fyrir konur. Hæstu algengi ÁM fyrir líkamssvæði hjá körlum voru fyrir mjöðm/læri (49,2%), ökkla/hásin (35,6%) og hné (33,9%). Hjá konum voru þetta mjöðm/læri (49,3%), hné (40,0%) og fótur (30,7%). Hæsta algengi AÁM var fyrir mjöðm/læri hjá bæðiy körlum (8,5%) og konum (22,7%). Hæsta algengi TTÁM var fyrir mjöðm/læri hjá körlum (1,7%) og fyrir hné hjá konum (2,7). Marktæka fylgni var að finna á milli ÁM (p=0,02), AÁM (p=0,03) og heildarskors MÞÁK (andlegrar og líkamlegrar líðan). Af sex undirþáttum MÞÁK, fannst einungis marktæk fylgni á milli ÁM (p=0,05) og AÁM (p=0,04) og undirþáttarins líkamleg einkenni. Það gefur tilkynna að aukið þjálfunarálag geti leitt til líkamlegra einkenna eins og hverskonar álagsmeiðsla (ÁM, AÁM og TTÁM). Þörf er á frekari rannsóknum um efnið til að geta sett fram nákvæmari kenningar. Álykta má þó, að algengi einkenna um álagsmeiðsli meðal íslenskra hlaupara sé há hér á landi og að stór hluti haldi áfram þjálfun þrátt fyrir að finna fyrir einkennum álagsmeiðsla. Einnig að einkenni alvarlegra álagsmeiðsla sé um tvöfalt algengari meðal kvenna.

Samþykkt: 
  • 31.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 27maí-converted.pdf571.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing.pdf305.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF