is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4142

Titill: 
  • „Við erum ekki vondi maðurinn þegar við förum inn á heimili.“ Upplifun lögreglumanna á vettvangi heimilisofbeldis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um upplifun lögreglumanna á vettvangi heimilisofbeldis og byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við ellefu lögreglumenn af báðum kynjum og skiptist rannsóknin í þrjá meginhluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um þær erlendu rannsóknir sem skoðað hafa aðkomu lögreglunnar á vettvangi heimilisofbeldis, allt frá útkalli og þar til kemur að þeim aðgerðum sem lögreglumenn beita á vettvangi. Í öðrum hluta eru viðmælendur kynntir og hvernig gögnum var aflað. Síðasti hlutinn byggir á niðurstöðum úr viðtölunum ellefu og gefa þær til kynna að mörgum lögreglumönnum reynist erfitt að mæta á vettvang heimilisofbeldis, sérstaklega ef þeir hafa ítrekað farið á sama heimilið. Aðgerðir þeirra á vettvangi eru misjafnar, þar sem aðallega er farið að óskum þolenda og gerendur eru sjaldan handteknir. Ólík viðhorf mæta lögreglumönnum frá íbúum og fara þau eftir því hvort tilkynningin um ofbeldið kom frá heimilinu eða frá utanaðkomandi aðila, þá er sérstaklega reynt að meina lögreglumönnum inngöngu. Lögreglumenn finna fyrir auknu álagi og lítill tími gefst til að setjast niður og ræða saman um atburði dagsins, eins og áður tíðkaðist. Slíkar breytingar setja mark sitt á lögreglumenn.

Samþykkt: 
  • 7.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_MAritgerd_fixed.pdf411.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna