is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41422

Titill: 
  • Þjónustukönnun á stoðkerfismóttökum sjúkraþjálfara innan heilsugæslunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari lýsandi þversniðsrannsókn var leitast við að lýsa viðhorfi meðal notenda stoðkerfismóttöku sjúkraþjálfara á heilsugæslum á Íslandi og hvort tengsl voru við biðtíma, ráðleggingar og eftirfylgni. Stoðkerfismóttakan er snemmtæk íhlutun með ráðleggingum frá sjúkraþjálfara sem getur dregið úr veikindaleyfum og komið í veg fyrir að vandamál geti orðið langvinn. Þegar farið var af stað með rannsóknina var stoðkerfismóttakan á fjórum heilsugæslum á Íslandi.
    Rafræn þjónustukönnun var send til 1309 einstaklinga sem sótt höfðu stoðkerfismóttöku sjúkraþjálfara á tímabilinu 1.september 2020 til 31.ágúst 2021. Könnunin innihélt 12 spurningar þar sem spurt var um viðhorf notenda stoðkerfismóttöku sjúkraþjálfara á heilsugæslum og hvort biðtími, ráðleggingar og eftirfylgni höfðu áhrif á ánægju notenda.
    Mikilvægt er að fá þessar upplýsingar til að geta rökstutt þörf fyrir slíka þjónustu og hvort það sé eitthvað sem mætti betur fara til að bæta gæði þjónustunnar og bæta viðhorf skjólstæðinga.
    Niðurstöður sýndu að um 88% voru mjög og frekar ánægðir með þjónustu sjúkraþjálfara á stoðkerfismóttökum. Enginn marktækur munur var á viðhorfi eftir því hversu lengi notendur biðu eftir þjónustu (p = 0,238) og hvort notendur fengu ráðleggingar eða ekki (p = 0,051) en það var marktækt jákvæðara viðhorf hjá þeim sem fengu eftirfylgni (p < 0,001). Niðurstöður benda því til þess að viðhorf til þjónustunnar sé gott. Biðtími og hvort notendur fái ráðleggingar eða ekki hafði engin áhrif á viðhorf, en það að notendur fengu eftirfylgni hafði áhrif á það hversu ánægðir þeir voru með þjónustuna.

  • Útdráttur er á ensku

    This descriptive cross sectional study was conducted to describe the experience among users of the musculoskeletal physiotherapy services in health care centres in Iceland and whether there is any correlation to waiting time, advice given and follow-up. It is important to find out this information to be able to justify the need for such services and to see whether there is anything that can be done to increase the quality and experience of the users. The musculoskeletal physiotherapy service is an early intervention with advice from a physiotherapist that may reduce sick leave and prevent a musculoskeletal problem from becoming chronic. The musculoskeletal physiotherapy service is now located at four different health care centres in Iceland.
    An electronic survey was sent to 1309 users who attended the musculoskeletal physiotherapy services from the 1st of September 2020 to the 31st of August 2021. The survey contained 12 questions, including questions on the experience of users of the musculoskeletal service and whether waiting time, advice given and follow-up was affecting their experience.
    The results showed that about 88% were „very“ and „rather satisfied“ with the musculoskeletal service. There was no significant difference in the experience of users when considering how long users waited for services (p = 0.238), or if they received advie or not (p = 0.051), but there was a significantly more positive experience among those who received follow-up (p < 0.001). The results indicated that the user experience of the service was good and that the waiting time or whether users received advice or not did not affect the experience, but the fact that users received follow-up did positively affect how satisfied users were with the service.

Samþykkt: 
  • 31.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA eintak- stoðkerfismóttaka MS .pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20220531104132.pdf320.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF