is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41432

Titill: 
 • Titill er á ensku Household food security and nutrition knowledge - barriers and enablers to food choice
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Household–level food security can be attained with regular access to an adequate amount of food to meet dietary energy requirements for an active and healthful life. Within definitions of food security, access is the deviation that turns food security to household–level food security. Research has found food and nutrition knowledge to help enable and empower individuals to make more affordable, healthier and safer choices within their food environments. This includes cooking skills, meal planning, recipe development and simple budgeting in addition to the understanding of basic nutrition concepts. For those utilizing food assistance, food and nutrition knowledge may provide more support beyond and in partnership with general food assistance or food donations.
  Objective: To explore food and nutrition knowledge, dietary intakes, food behaviors, as well as barriers and enablers among respondents categorized as food insecure and secure. Secondary to this was to investigate food assistance methods and strategies including what works and what needs improvement.
  Method: A survey with 32 questions was created in Qualtrics and promoted through a food assistance Facebook page online, “Matargjöf – gjöf sem nærir”. Additionally, results from another survey, Food Insecurity among European University Students during the COVID–19 Pandemic (FINESCOP), was used for comparisons, when applicable. The number of participants in each survey was 132 and 924, respectively. Participants took part in the Food Gift Survey (FGS) in March 2022 and FINESCOP in January of 2022.
  Results: Out of 5620 who are members of the Facebook group 132 completed the survey (2.3%). Of these and in accordance with the USDA raw score classification, further modified for this survey, 20.5% (n=27) were categorized as having some level of food insecurity, 56.8% (n=75) were considered food secure (FS) and 22.7% (n=30) were missing from the FGS compared to FINESCOP which had 13.3% (n=123) food insecure, 65.0% (n=601) food secure and 21.6% (n=200) missing. Most respondents were female (78.2% FGS, 74.0% FINESCOP), originally from Iceland (77.9% FGS, 75.4% FINESCOP) and living in the capital region of Iceland (74.7% FGS, 82.9% FINESCOP). In FGS, looking only at the makeup of single parent households (n=18), food insecure (FI) respondents made up 72.2% and FS respondents at 22.2% (5.6% missing). Nearly half of the FGS FI respondents were only out of work on disability (48.1%) compared to just 12.0% of FS respondents. Participants in the FGS, FI and FS, seem to understand basic nutrition concepts such as the Keyhole symbol, nutritional value of food and the basis of a healthy diet. However, while respondents recognize that a healthy diet contains foods from all food groups, that it is good for long–term health and can reduce the chances of heart disease, their dietary intakes are far behind those recommended by the Medical Director of Health. This could partly be due to respondents finding it difficult to obtaining fresh fruit and vegetables from their neighborhood (FGS: 29.6% of FI and 20.0% FS).
  Conclusion: The result of this research broadly suggests an opportunity to address food and nutrition knowledge for food insecure and secure individuals, particularly for the improvement of dietary intakes and adherence to the dietary guidelines, among others. Additionally, updates and improvements to the current food assistance landscape in Iceland is needed, which has been revealed through open ended responses from the respondents. Further, more in–depth research is required.

 • Bakgrunnur: Til að ná fram fæðuöryggi heimila þarf að vera til staðar reglulegt aðgangi að nægilegu magni af mat og næringu sem mætir orkuþörf einstaklings og styður við virkt og heilbrigt líf. Hægt er að skilgreininga fæðuöryggi á mismunandi stigum og er aðgangur að mat það sem færir skilgreininguna að heimilisfæðuöryggi. Rannsóknir sýna að þekking á mat og næringu hjálpar og styrkir einstaklinga til að taka hagkvæmari, heilsusamlegri og öruggari ákvarðanir í því matarumhverfi sem þeir búa við. Þetta felur m.a. í sér matreiðslukunnáttu, máltíðarskipulagningu, þróun uppskrifta og einfaldar fjárhagsáætlanir, auk grunnþekkingar á næringu. Fyrir þá sem nýta sér mataraðstoð gæti betri þekking á mat og næringu aukið breidd og stutt enn betur við þær matargjafir eða aðstoð sem einstaklingum býðst.
  Markmið: Að kanna matar- og næringarþekkingu, fæðuinntöku, fæðuval og hegðun, sem og hindranir og hvata í tengslum við fyrrnefnda þætti meðal einstaklinga sem skilgreindir voru sem fæðuóöruggir og fæðuöruggir. Seinna markmiðið var að afla upplýsinga um þær aðferðir sem einstaklingar nýta sér til þess að verða sér út um mat og mataraðstoð, hvað notendum kerfisins finnst virka í þeirri mynd sem það er í dag og hvað þarf að bæta.
  Aðferð: Rafrænn spurningalisti með 32 spurningum (Food Gift Survey, FGS) var útbúinn í Qualtrics og auglýstir á Facebook-síðunni „Matargjöf – gjöf sem nærir“ (meðlimafjöldi 5620). Þar að auki voru niðurstöður úr annarri könnun, Food Insecurity among European University Students during the COVID-19 Pandemic (FINESCOP), voru notaðar til samanburðar, þar sem við átti. Fjöldi þátttakenda í hverri könnun fyrir sig var 132 og 924. Þátttakendur tóku þátt í FGS í mars 2022 og FINESCOP í janúar 2022.
  Niðurstöður: Alls svöruðu 132 FGS-könnuninni (2,3%). Af þeim sem tóku þátt og út frá fæðuöryggisflokkun USDA, sem var aðlöguð að þessari könnun, voru 20,5% (n=27) fæðuóöruggir, 56,8% (n=75) voru talin fæðuörugg og 22,7% (n=30) vantaði nægilegar upplýsingar til flokkunar. Aftur á móti voru 13,3% (n=123) sem flokkuðust með mataróöryggi meðal háskólanema í FINESCOP-könnuninni, 65% (n=601) voru mataröruggir og 21,6% (n=200) vantaði svörun. Flestir svarenda voru konur (78,2% FGS, 74,0% FINESCOP), Íslendingar (77,9% FGS, 75,4% FINESCOP) og búsettir á höfuðborgarsvæðinu (74,7% FGS, 82,9% FINESCOP). Í FGS voru fjöldi einstæðra foreldra 18 og þar af voru 72,2% fæðuóöruggir, 22,5% fæðuöruggir og svör vantaði frá 5,6% þátttakenda. Nærri helmingur fæðuóöuggra svarenda FGS voru án vinnu vegna örorku (48,1%) samanborið við aðeins 12,0% svarenda sem búa við fæðuöryggi. Báðir þátttökuhóparnir í FGS, virðast hafa grunnþekkingu á næringu eins og Skráargatinu, mikilvægi næringargildis matar og grundvöll þess að heilsusamlegu mataræði. Svarendur voru sammála því að heilsusamlegt mataræði inniheldur fæðu úr öllum fæðuflokkum, að heilsusamlagt mataræði er mikilvægt fyrir heilsu og geti dregið úr líkum á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir það var fæðuval þátttakenda langt frá ráðleggingum frá Embætti landlæknis. Möguleg skýring gæti verið að svarendur eiga erfitt með að kaupa ferska ávexti og grænmeti í nærumhverfi sínu (FGS: 29,6% meðal fæðuóöruggra og 20,0% meðal fæðuöruggra).
  Lokaorð: Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir mikilvægi þess að auka matar- og næringarþekkingu meðal bæði fæðuóöruggra og fæðuöruggra einstaklinga og sér í lagi að bæta fæðuval og að einstaklingur fylgi mun betur almennum ráðleggingum um mataræði og fæðuval. Samkvæmt opnum svörum þátttakenda sem höfðu nýtt sér mataraðstoð, er þörf á endurbótum á núverandi kerfi sem sér um mataraðstoð á Íslandi. Þar að auki er þörf á ítarlegri rannsóknum á þessu mikilvæga málefni.

Samþykkt: 
 • 31.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brittany Repella Thesis 2022 Skemman.pdf1.58 MBLokaður til...01.01.2032HeildartextiPDF
Enska_Skemman_yfirlysing_18.pdf168.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF