is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41433

Titill: 
  • Samband sig-einkenna í grindarbotni eftir fæðingu við önnur einkenni í meltingar- og þvagfærum. Þversniðsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hlutverk grindarbotns er fjölbreytt. Grindarbotnsvöðvar styðja og vernda líffæri grindarhols en ef skerðing verður á starfsemi þeirra vöðva geta komið upp ýmis vandamál í grindarbotninum. Þau vandamál eru algeng á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Vandamál geta tengdst þvagfærum, meltingarvegi, leggöngum eins og sig-einkenni, truflun í kynlífi og verkjum í grindarbotninum. Allt að 47% kvenna þjáist að minnsta kosti af einu grindarbotnsvandamáli og vísbendingar eru um að þriðjungur kvenna séu með tvö eða fleiri vandamál tengd grindarbotninum.
    Markmið: Bera saman tvo hópa frumbyrja, konur með sig-einkenni (rannsóknarhóp, n-213) og konur einkennalausar frá grindarbotni (samanburðarhóp, n-87), sem eru sambærilegir varðandi aldur og líkamsþyngdarstuðul við upphaf meðgöngu. Markmiðið var að bera saman einkenni frá líffærum grindarhols á milli þessara tveggja hópa. Einnig verða bornar saman bakgrunns- og fæðingarbreytur á milli þessara tveggja hópa.
    Aðferð: 300 konur tóku þátt í þessari þversniðsrannsókn. Konurnar svöruðu Ástralska grindarbotnsspurningalistanum á árunum 2015-2017. Gögnin eru svörin við spurningalistanum ásamt upplýsingum úr fæðingarskráningu. Þau voru sett inn í gagnagrunninn Jamovi og lesin af rannsakanda sem túlkaði einnig gögnin með lýsandi tölfræði, t-prófi og kí-kvaðrat prófi.
    Niðurstöður: Marktækur munur var á milli rannsóknarhóps og samanburðarhóps í 9 af 11 spurningum. Fleiri konur með sig-einkenni finna fyrir neikvæðum einkennum frá þvagfærum, hvað varðar verri blöðrutæmingar, rembings við þvaglát, lélegrar þvagbunu og tíðni og tilfinningar vegna þvaglosuna, og meltingarfærum einkennum, hvað varðar hægðartregðu og ófullnægjandi hægðarlosun, heldur einkennalausar konur. Enginn marktækur munur var á milli þessara hópa í hægðalosun og rembast við að losa hægðir. Enginn marktækur munur var á milli þessara tveggja hópa hvað varðar bakgrunnsbreytur. Marktækur munur var á milli hópanna í tegund fæðinga og spangarrifa en fleiri konur með sig-einkenni fæddu í gegnum leggöng en einkennalausar konur og voru með alvarlegri spangarrifur.
    Ályktun: Konur með sig-einkenni glíma við meiri einkenni frá líffærum fra meltingar- og þvagfærum en konur sem eru ekki með sig-einkenni frá grindarbotni og/eða þvag og endaþarmsleka.

Samþykkt: 
  • 31.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð til meistaragráðu - SólveigLóa - hreint skjal .pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing.pdf42.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF