is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41438

Titill: 
  • Áhrif leikjatengdra tæknilausna á jafnvægi einstaklinga sem hafa fengið heilaslag
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Þessi rannsókn hefur það markmið að meta gögn sem benda til notkunar leikjatengdrar tæknilausnar í meðferð til að bæta jafnvægi einstaklinga sem hafa fengið heilaslag fyrir a.m.k. sex mánuðum og eru með væg til miðlungs mikil einkenni.
    Aðferðir: Kerfisbundin samantektarrannsókn á rannsóknum birtum á árunum 2011 til 2021. PRISMA leiðbeiningum var fylgt við framkvæmd samantektar. Gagnagrunnar sem leitað var í voru PubMed, Web of science og PEDro. Skilyrði fyrir þátttöku var leikjatengd tæknilausn sem íhlutun og samanburðarhópur, birting nákvæmra upplýsinga um meðferðarbreytur eins og lengd íhlutunar, lengd hverrar meðferðar og útskýringu á meðferð. Áhætta á bjögun var framkvæmd á greinum sem voru valdar.
    Niðurstöður: Sextán rannsóknir voru valdar til skoðunar. Það eru sterkar og rökstuddar sannanir fyrir notkun leikjatengdrar tæknilausnar í meðferð til að bæta jafnvægi einstaklinga eftir heilaslag, óháð tegund leikjatengdrar tæknilausnar. Að auki eru sterkar en misvísandi sannanir fyrir notkun leikjatengdrar tæknilausnar í stað hefðbundinnar meðferðar. Meðal áhætta er á bjögun rannsókna.
    Umræður og niðurstöður: Vísbendingar fyrir virkni leikjatengdra tæknilausna í meðferð eru sterkar og rökstuddar samkvæmt greinum frá árunum 2011-2021. Eldri samantektarrannsóknir gefa til kynna sambærilegar niðurstöður fyrir jákvæðum áhrifum þessarar meðferðar. Niðurstöður benda til þess að notkun leikjatengdra tæknilausna sem viðbót við hefðbundna meðferð geti bætt jafnvægi og þá aukið árangur meðferðar enn frekar. Höfundur mælir með frekari rannsóknum á þessu sviði þar sem tegund leikjatengdrar tæknilausnar er skilgreind enn frekar sem og að niðurstöður séu skoðaðar með tilliti til þess hvort að leikjatengd tæknilausn sé notuð ein og sér eða samhliða hefðbundinni meðferð.

Samþykkt: 
  • 1.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát_meistaraverkefnis_sjúkraþj_Feb2022_NýttLogo (2).pdf511.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf3.11 MBLokaðurYfirlýsingPDF