en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41444

Title: 
 • Title is in Icelandic Réttmæti íslenskrar þýðingar á Western Ontario Shoulder Instabilty Index (WOSI)
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Western Ontario Shoulder Instability (WOSI) spurningalistinn hefur mikið verið rannsakaður og sýnt fram á góðan áreiðanleika, réttmæti og næmi fyrir klínískt mikilvægum breytingum hjá einstaklingum með óstöðugleika í öxl. Markmið þessarar rannsóknar er því að prófa hugsmíðaréttmæti íslenskrar þýðingar á spurningalistanum með samanburði við SF-36 spurningalistann.
  Efniviður og aðferðir: Þýðing spurningalistans yfir á íslensku fór fram samkvæmt viðkenndri aðferð. Þátttakendur voru á aldrinum 18 – 61 árs og höfðu glímt við óstöðugleika í öxl. Staðlaður tölvupóstur var sendur til þátttakenda sem innihélt rafræna hlekki á spurningalistana tvo ásamt kynningabréfi þar sem fram kom markmið og tilgangur rannsóknarinnar. Réttmæti var metið með Pearson fylgnistuðli (r) og könnuð var fylgni milli WOSI spurningalistans og SF-36 spurningalista um heilsutengd lífsgæði.
  Niðurstöður: Neikvæð tölfræðileg fylgni fannst á milli allra undirþátta WOSI og SF-36. Hæsta fylgnin var á milli WOSI spurningalistans og SF-36 undirþáttana um líkamlega færni (r= -0.476) og verki (r= - 0.490) og SF-36; líkamleg stig (r= -0.485). Lægri fylgni fannst við andlega undirþætti SF-36.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk útgáfa WOSI spuringalistans sé réttmæt. Listinn kemur til með að veita heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi verkfæri til að meta á hlutlægan hátt einkenni og árangur í meðferð einstaklinga með óstöðugleika í öxl. Einnig mun spurningalistinn nýtast í rannsóknir, bæði íslenskar og fjölþjóðlegar.

Accepted: 
 • Jun 1, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41444


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing_Bjarki.pdf487.45 kBLockedDeclaration of AccessPDF
LOKA_WOSI_Réttmæti_Lokaskil.pdf1.71 MBOpenComplete TextPDFView/Open