is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Dip Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41458

Titill: 
  • Rafgæði og áhrif jarðskauta
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjallað er um rafgæði og hversu mikilvægt er að gæði rafmagns sé í góðu lagi fyrir tæki og búnað sérstaklega í iðnaði. Teknir eru fyrir helstu flokkar truflana sem rýra gæði rafmagns, m.a. spennuris og fall, truflanapúlsa, hátíðnisuð og yfirtónabjögun en einnig er fjallað um jarðskaut og áhrif þeirra. Skoðað er hvaða þættir skipta máli í jarðsamböndum svo sem jarðvegur og hitastig eftir árstíðum. Fjallað er um riðstraumsviðnám í leiðurum og skeláhrif og hvernig þessir þættir geta haft áhrif á gæði jarðsambanda. Rafkerfi er teiknað upp sem rafeindarás og greint hvar span og rýmdir koma fyrir og skipta máli gagnvart hreinleika jarðar og hvernig línuleg og ólínuleg álög hafa áhrif. Fjallað er um rafgæðamælingar og skoðað hvernig yfirtónar birtast í rafkerfum og hafa mögulega neikvæð áhrif á nýtni og rekstur véla.

Samþykkt: 
  • 1.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_lokalok.pdf5.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna