Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41461
Þegar ég byrjaði á seinasta árinu í Véliðnfræðinni fór ég að huga að því hvaða verkefni ég gæti unnið sem lokaverkefni. Sem stálsmiður hjá Vélsmiðjunni Héðni lá beinast við að reyna vinna verkefni í samráði við Héðinn þegar ég bar þá hugmynd undir rekstrarstjóra vélsmiðjunnar Héðins Jón Trausta Guðmundsson tók hann vel í þá hugmynd . Ég og Jón Trausti áttum góðar samræður um hvað gæti komið vélsmiðjunni að góðum notum. Fljótlega kom upp sú hugmynd að smíða stærra suðusnúningsborð en það sem til er. Ákveðið var að smíða snúningsborð sem myndi nýtast sem best fyrir þau fjölbreyttu verkefni sem Héðinn fæst við. Einnig að það myndi uppfylla kröfu reglugerðar 1000/2009 um vélar og tæknilegan búnað, og fengi CE vottun samkvæmt þeirri reglugerð.