Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41469
Markmið ritgerðarinnar er að svara grundvallarspurningum er varða réttarstöðu barns sem á foreldri sem afplánar fangelsisvist og þá hvort og með hvaða hætti ráðast þurfi í breytingar á íslensku lagaumhverfi til að bæta úr þeim annmörkum og tryggja þeim hópi barna þann stuðning sem þau þurfa á að halda.
Þróun löggjafar á sviði barnaréttar hafa tekið miklum breytingum á síðustu áratugum en þar hefur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins haft mikil áhrif. Miklar samfélagslegar breytingar hafa orðið á síðustu áratugum og hefur barnalöggjöfin samhliða því tekið vissum breytingum. Áhersla um sameiginlega og jafna ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barns og tengsl við báða foreldra hefur ráðið miklu hvað varðar þróunina.
Með ritgerðinni er leitast við að svara því hvort að barn sem á foreldri í fangelsi sé tryggður sá stuðningur sem það þarf á að halda á meðan afplánum foreldris stendur. Til þess að svara þeirri spurningu verður farið yfir þróun barnalöggjafar á Íslandi. Þar að auki verður fjallað um fullnustu refsinga, sérstaklega þær reglur sem gilda um heimsóknir barna í fangelsin og þau skilyrði sem um það gilda. Þá er einnig fjallað um þau stuðningsúrræði sem í boði eru fyrir börn sem eiga foreldra í fangelsi. Gerður er samanburður við norræna löggjöf á þessu sviði auk þess sem fjallað er um tilmæli Evrópuráðsins um börn fanga og rannsóknir um stöðu þeirra.
The purpose of this thesis is to address the fundamental issues regarding the legal status of a child who has an incarcerated parent. Furthermore, addressing potential changes in the Icelandic legal framework that need to be done in order to ensure that this group of children has the support they need.
In recent decades, legislation concerning children´s rights has undergone major changes and has been highly influenced by the United Nations Convention on the Rights of the Child.
Major social changes have taken place in recent decades and the legislation concerning children´s rights has also undergone certain changes alongside. The current emphasis on the equal responsibility and the relationship of a child with both parents in its upbringing has played a large role in that development.
This thesis covers the rights of children of incarcerated parents and whether they are ensured the support and help they need when their parents are serving their sentence. To answer that question, the development of the legislation concerning children´s rights in Iceland will be reviewed. Furthermore, the rules that apply to children's visits to their parents in prison are covered. In addition, the thesis discusses the right of children to incarcerated parents to support and welfare in Iceland, according to domestic law. A comparison with the relevant legislation in other Nordic countries is made and the applicable policies of the Council of Europe are reviewed. Lastly, studies on the situation of children to incarcerated parents are discussed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Anna Kristín Einarsdóttir .pdf | 742,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |