is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4147

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu I-RS spurningalistans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athugaðir voru próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu I-RS listans (Inhibition- Rumination scale) sem var unninn úr eldri lista að nafni ECQ (Emotional Control Questionnaire) og mælir tilfinningastjórn. I-RS listanum er ætlað að meta tilfinningastíl, heilabrot annars vegar og tilfinningalega bælingu hins vegar. Þátttakendur voru nemendur Háskóla Íslands og starfsfólk í menntakerfinu. Þeir voru 260 talsins, þar af 197 konur og 63 karl. Niðurstöður þáttagreiningar sýndu að dreifingu atriða var best líst með tveimur þáttum, heilabrotum (e. rumination) og tilfinningalegri bælingu (e. emotional inhibition). Áreiðanleiki beggja þátta var viðundandi, a= 0,835 til 0, 848 og frekari niðurstöður sýndu að eins og búist var við brjóta konur frekar heilann um atburði sem hafa komið þeim í tilfinningalegt uppnám en karlar bæla niður tilfinningar sínar. Réttmætis athugun sýndi að samleitni og aðgreinandi réttmæti I-RS var viðunandi.
    Almennt séð benda því niðurstöður til þess að íslensk útgáfa I-RS sé réttmæt og áreiðanleg mæling á tilfinningastílunum heilabroti og bælingu.

Samþykkt: 
  • 11.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf291.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna