is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41470

Titill: 
  • Skil milli tveggja stjórnarskrárvarinna mannréttindaákvæða, friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skil milli tveggja stjórnarskrárvarinna mannréttindaákvæða, friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Allir njóta verndar friðhelgi einkalífs fyrir árásum á æru og mannorð samkvæmt 71. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, en á móti því kemur að allir eiga rétt til tjáningar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Þó má finna heimild til að setja takmarkanir á hvoru tveggja ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Sá aðili sem telur að brotið sé á rétti sínum til friðhelgi einkalífs getur þó krafist bóta fyrir ólögleg afskipti af einkalífi sínu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem heimilt er að láta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Í hverju máli fyrir sig verður að fara fram ákveðið hagsmunamat þegar meta á hvor reglan skuli vega þyngra hverju sinni, þ.e. rétturinn til friðhelgi einkalífs og vernd ærunnar eða réttur þolanda til tjáningar um eigin upplifun af kynferðisbroti eða ofbeldi í nánu sambandi. Við matið á því hvor reglan skuli ganga framar ber að líta til ákveðinna ábyrgðarleysisástæðna sem geta leitt til sýknu af miskabótakröfum sem staðfest hefur verið í dómaframkvæmd, þ.e. að ekki sé refsað fyrir sönn ummæli, hvort ummæli fela í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd, hvort viðkomandi var í góðri trú um réttmæti ummælanna og hvort ummæli eiga erindi til almennings þar sem slík tjáning nýtur rýmkaðs tjáningarfrelsis. Því má draga þá ályktun að meiri líkur séu á því að tjáningarfrelsi þolanda gangi framar rétti einstaklings til friðhelgi einkalífs ef fyrir liggja ofangreind sjónarmið. Það er því réttur þolanda að tjá sig um eigin upplifun af kynferðisbroti eða ofbeldi í nánu sambandi á grundvelli tjáningarfrelsisins ef ummæli eiga erindi til almennings og viðkomandi er í góðri trú um réttmæti þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The dissociation between two constitutional rights concerning human rights to privacy and freedom of expression. A person´s right to be protected from defamation is found in Article 71 of the Icelandic constitution number 33/1944. However, the right to expressive freedom is likewise, a protected constitutional right in consonance with Article 73 of the same law. The constitution moreover states that both articles provide for authorization for restrictions if necessary due to other people´s right. If a person experiences that their right to privacy has been violated, they are able to demand compensation on the basis of Article 26 of the Compensation Act number 50/1993 for damaged reputation and can prosecute the person responsible. For each case, an assessment needs to be made to evaluate whether the right to freedom of speech overrules the right to privacy or vice versa. This i.e., can create a conflict of interest in cases where victims choose to speak publicly about their own personal experience where the offender´s identity may be authenticated or recognizable and may lead to damaged reputation. To determine whether freedom of speech should overrule the freedom of privacy, factors that can lead to acquittal based on previous precedent are as follows; truthfulness, value judgments, a statement of fact, whether a person stands by their statement with good faith and the topic in question is a part of a social debate and deserves more expressive freedom of speech. In general, it can be concluded that a victim´s right to expressive freedom is superior to a person´s right to privacy if previous conditions are fulfilled. A victim´s right to express themselves publicly about their own experience regarding sexual abuse or domestic violence is protected if the debate is important to the public and the victim remains truthful and honest to their statement.

Samþykkt: 
  • 1.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í lögfræði - Skil milli tveggja stjórnarskrárvarinna mannréttindaákvæða, friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis.pdf378,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna