is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41473

Titill: 
  • Eftirfylgni Parísarsamningsins og áhrif hans í dómaframkvæmd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Parísarsamningurinn er einn af mikilvægustu alþjóðasamningum um loftslagsbreytingar í dag. Meginmarkmið Parísarsamningsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C en helst ekki mikið umfram 1,5°C miðað við mældan meðalhita í byrjun iðnbyltingar. Samningurinn myndar samstöðu milli ríkja um það að auka viðnám og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem hann kveður á um aðstoð við þróunarríki til að styðja enn frekar við markmið samningsins.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað felst í eftirfylgni Parísarsamningsins og hvernig samningurinn hefur áhrif fyrir dómstólum. Umfjöllunin byggir á ákvæðum Parísarsamningsins, fylgigögnum samningsins, fræðiskrifum og réttarframkvæmd þar sem Parísarsamningurinn spilar stóra rullu.
    Með Parísarsamningnum er tekin ný og önnur nálgun á loftslagsvandann en áður hefur sést. Eftirfylgni Parísarsamningsins byggist að mestu á gagnsæu upplýsingaflæði sem komið er á með gagnsæisramma samningsins. Þau ákvæði samningsins er viðhalda gagnsæisrammanum eru að mestu leyti lagalega skuldbindandi fyrir aðildarríkin. Gagnsæisramminn skyldar því ríki til tíðrar og gagnsærrar miðlunar upplýsinga er varða markmið og framgang mála innanlands. Þessar upplýsingar eru svo nýttar til vísindalegra rannsókna í þeim tilgangi að leggja mat á raunverulegt framferði og leggja fram ráðleggingar til bóta.
    Eftirfylgni Parísarsamningsins hefur ekki skilað fullnægjandi árangri sem hefur valdið því að almenningur hefur tekið málin í sínar hendur. Nú leita sífellt fleiri aðilar og stofnanir til dómstóla í þeirri von um að þrýsta á ríki og stórfyrirtæki til þess að grípa til nauðsynlegra ráðstafana.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru að eftirfylgni ákvæði Parísarsamningsins um miðlun gagnsærra upplýsinga hafa opnað augu almennings á stöðu mála og þannig knúið þau til þess að leita áhrifaríkari úrræða. Einnig hafa upplýsingarnar nýst sem sönnunargögn í loftslagsréttlætis baráttunni fyrir dómstólum. Markmið Parísarsamningsins virðist hafa orðið að einhverskonar alþjóðlegu viðmiði sem almenningur krefst af ríkisstjórnum og jafnvel dómstólar hafa miðað við við úrlausn mála.

Samþykkt: 
  • 1.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 2022 - Emma Elísabet Speight.pdf496.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna