en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41476

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttur barna til verndar gegn ofbeldi á heimilum sínum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á rétt barna til verndar gegn ofbeldi á heimilum sínum. Heimilisofbeldi þekkist víða um allan heim en lengi vel var ekki viðurkennt að börn gætu verið þolendur þess, enda tíðkuðust líkamlegar refsingar í uppeldiskyni. Rannsóknir hafa leitt í ljós djúpstæð áhrif þess á börn að verða fyrir ofbeldi, en nýjustu rannsóknir hafa sýnt fram á sömu áhrif þess á börn að verða vitni að heimilisofbeldi. Í kjölfar fullgildingu Barnasáttmálans, þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í því skyni að innleiða hann, sem og breytingar sem hafa átt sér stað á löggjöf á sviði barnaréttar, hafa orðið töluverðar framfarir í málefnum barna og réttur þeirra hefur verið aukinn.
    Barnalög og alþjóðasamningar kveða á um skyldur forsjárforeldra til að vernda börn sín frá hvers kyns ofbeldi en jafnframt skyldu stjórnvalda til að tryggja að svo megi verða. 19. gr. Barnasáttmálans kveður á um skyldu stjórnvalda að virða rétt barna til verndar gegn ofbeldi í allri ákvarðanatöku sem varðar þau. Þá kveður 31. gr. Istanbúl samningsins á um að stjórnvöldum beri að taka tillit til ofbeldisbrota við ákvarðanir um forsjár og umgengni barna, en jafnframt segir þar að stjórnvöld skuli tryggja að forsjár- eða umgengnisréttur stefni ekki réttindum og öryggi barna í hættu. Í ritgerð þessari verður farið yfir dóma þar sem deilt er um forsjá og umgengni þar sem fram hafa verið settar ásakanir um ofbeldi og niðurstöður þeirra til að fá innsýn í það hvort stjórnvöld séu í reynd að uppfylla skyldur sínar samkvæmt 19. gr. Barnasáttmálans og 31. gr. Istanbúl samningsins.
    Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum barna til verndar gegn ofbeldi á heimilum sínum er nauðsynlegt að horfa með gagnrýnum augum á núverandi stöðu og leitast við að gera enn betur, því öll börn eiga rétt á lífi án ofbeldis.

  • This thesis aims to shed light on children's rights to protection from violence in their homes. Domestic violence is widely known worldwide, but the idea that children could be considered victims was unheard of for a long time, as corporal punishment was an accepted form of child- rearing. Research has shown the profound impact violence can have on children, and the latest research indicates that children can be similarly affected by witnessing domestic violence. Following the ratification of the Children’s Convention, the actions taken to implement it, and the changes that have taken place in legislation regarding children's rights, considerable progress has been made.
    The Icelandic Child Welfare Act and international conventions set out the duty of custodial parents to protect their children from all forms of violence and the governmental duty to enable them to do so. Article 19 of The CRC establishes that the governmental authorities are required to uphold children's rights to protection from violence in all decision-making that concerns them. Furthermore, article 31 of The Istanbul Convention provides that governments take histories of violence into account when making decisions regarding children's custody and inclusion. It furthermore establishes that governments shall ensure that the right to custody or visitation does not compromise the rights and safety of children. In this thesis, case law regarding custody and visitation, where accusations of violence have been made, will be examined to shed light on whether the government is fulfilling its obligations under Article 19 of the Children's Convention and Article 31 of the Istanbul Convention.
    Despite considerable progress concerning children's rights to protection against violence in their homes, it remains necessary to take a critical look at the current situation and strive for a more practical approach, as all children have the right to a life free from violence.

Accepted: 
  • Jun 1, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41476


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA- Réttur barna til verndar gegn ofbeldi á heimilum sínum.pdf493.36 kBOpenComplete TextPDFView/Open