is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41477

Titill: 
  • Afglæpavæðing neysluskammta, er það tímabært?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um refsistefnu í fíkniefnamálum, upphaf hennar, þróun, markmið og réttlætingarástæður. Fjallað er um breyttan tíðaranda og áherslubreytingar löggjafans við setningu nýrra laga sbr. lög um neyslurými, breytingu á skráningu minniháttar fíkniefnabrota á sakaskrá og ný umferðarlög. Gerður er samanburður á refsistefnu á Íslandi við refsistefnu Svíþjóðar og refsistefnu Frakklands. Rannsóknir sýna að dánartíðni í Svíþjóð er há en lágt hlutfall fólks sem neytir fíkniefna, en í Frakklandi er lág dánartíðni en mesta notkun kannabisefna af öllum Evrópusambandsríkjum. Í báðum löndum eru framin talsvert mörg brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Að lokum er fjallað um þá gagnrýni sem refsistefnu hefur hlotið.
    Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig best sé að afglæpavæða fíkniefni svo markmiðinu um að draga úr skaðlegum áhrifum neyslu fíkniefna sé náð samhliða afglæpavæðingu. Þá eru tegundir De Facto og De Jure afglæpavæðingar útskýrðar og tekin eru dæmi um lönd sem hafa innleitt hvora aðferð fyrir sig. Fjallað er um Portúgal og Tékkland sem eru talin leiðandi í afglæpavæðingu fíkniefna í Evrópu, þá er Portúgal sérstaklega tekið fyrir og fjallað um þær víðtæku kerfis-, laga- og reglubreytingar sem gerðar voru sem hafa skilað þjóðinni miklum árangri. Fjallað er um lagasetningarferlið á Íslandi og þau þrjú frumvörp til laga um afglæpavæðingu neysluskammta sem hafa verið lögð fram á Alþingi. Farið er yfir umsagnir hagsmunaaðila og félagasamtaka við frumvörpin til að varpa fram ólíkum sjónarmiðum. Fjallað er um lögleiðingu, sem er ekki það sama og afglæpavæðing, umfjöllun um lögleiðingu er einungis tekin stuttlega fyrir til samanburðar og til að auka skilning á hver munurinn er. Fjallað verður stuttlega um áfengislögin og útfærslur lögleiðingar og regluvæðingar kannabisefna í Kanada og Hollandi. Að lokum er sett fram sú niðurstaða að Ísland hafi nú þegar De Facto afglæpavætt að einhverju leyti þegar útfærslur annarra landa eru hafðar í samanburði.

Samþykkt: 
  • 1.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afglæpavæðing Neysluskammta 1.pdf734.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna