en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41479

Title: 
  • Title is in Icelandic Skattskylda áhrifavalda : hvert er skattaumhverfi áhrifavalda?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða hvert skattaumhverfi áhrifavalda á Íslandi er. Áhrifavaldur er í flestum tilfellum með þó nokkuð fylgi á samfélagsmiðlum og birtir auglýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Meginregla skattaréttarins er sú að allar tekjur skulu vera skattskyldar sama hvort þær séu í formi peningagreiðslna eða hlunninda. Gjafir og hlunnindi geta verið stór hluti tekna áhrifavalda og samkvæmt meginreglunni þarf að greiða skatt af þeim. Þá vaknar upp sú spurning hvernig skattlagningu er háttað og hverjar eru skattalegu skyldur áhrifavalda. Í fyrstu köflum ritgerðarinnar fjallar höfundur um einstaklinga í eigin rekstri. Til þess að einstaklingur geti talist vera í atvinnurekstri þarf að uppfylla skilyrði sem koma fram á heimasíðu skattsins, en þau eru að starfsemin þarf að vera í þó nokkru umfangi, ekki í skamman tíma og í hagnaðarskyni. Höfundur fjallar um hvað fylgir því að stunda sjálfstæða starfsemi. Höfundur fjallar um hvernig reglurnar eru á Norðurlöndunum og hvort það sé einhver munur á reglum þar og hérlendis. Í lokaköflum ritgerðar fjallar höfundur um hverjar afleiðingar eru þegar áhrifavaldur telur ekki fram tekjur og hvort það séu einhver mörk skattaumhverfis miðað við hvers konar áhrifavald er um að ræða. Þegar um er að ræða áhrifavald geta þeir verið mismunandi og með mismikið fylgi og þar með eru tekjur áhrifavalda alls ekki eins í hverju tilviki fyrir sig.
    Niðurstaða ritgerðar bendir til þess að atvinnugreinin áhrifavaldur er í mikilli uppbyggingu og eru þar af leiðandi reglur að vissu leyti enn þá í mótun, í tekjuskattslögum er að finna grundvallarreglur líkt og meginregluna um að allar tekjur séu skattskyldar en að vissu leyti getur verið erfitt að setja alla áhrifavalda undir sama hatt þar sem þeir geta verið mismunandi. 

Accepted: 
  • Jun 1, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41479


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA í lögfræði ritgerð - Hrefna Guðmunds lokaskil.pdf672.44 kBOpenComplete TextPDFView/Open