Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41485
Bakgrunnur og markmið: Vannæring meðal aldraðra er fjölþætt vandamál sem orsakast oft vegna ófullnægjandi orku- og prótein inntöku. Þá hefur algengni vannæringar farið stigvaxandi í hópi aldraðra samhliða þeim lýðfræðilegum breytingum sem hafa átt sér stað á heimsvísu. Segja má að gögn um áhrif næringarmeðferðar hafi heilt yfir verið í ósamræmi á þessu sviði. Markmið rannsóknarinnar voru 1) að kanna mismun á fæðuinntöku milli hópa sem fengu annaðhvort sex mánaða fjölþátta næringarmeðferð eða heðfbundna umönnun eftir spítaladvöl, 2) að ákvarða algengni vannæringar hjá þátttakendum á upphafs- og endapunkti, 3) að kanna hvort tengsl séu á milli breytinga á líkamsþyngd og tíðni endurinnlagna ásamt fjölda legudaga á spítala.
Aðferðir: HOMEFOOD rannsóknin var sex mánaða íhlutunarrannsókn og voru þátttakendurnir (n = 104, ≥65 ára) sjúklingar sem voru að útskrifast af spítalanum í áhættu fyrir vannæringu. Fæðuinntaka eftir spítaladvöl var metin út frá tveimur sólarhringsupprifjun (24-HR). Nýlega alþjóðlega greiningarviðmið fyrir vannæringu fullorðinna einstaklinga (GLIM) var notað til að meta algengni vannæringar hjá þátttakendum á upphafs- og endapunkti. Gögn um fjölda endurinnlagna og legudaga á spítala var safnað saman yfir 18 mánaða tímabil í gegnum sögukerfið og voru gögnin metin út frá þyngdarbreytingum þátttakenda á endapunkti.
Niðurstöður: Meirihluti þátttakenda í íhlutunarhópnum náðu lágmarks ráðleggingum fyrir orku (77%) og prótein (85%) eftir útskrif af spítalanum í samanburði við engan í viðmiðunarhópnum. Algengni vannæringar á endapuntki var 15% hjá íhlutunarhópnum í samanburði við 73% þátttakenda í viðmiðunarhópnum (P<0.01). Það voru ekki marktæk tengsl milli breytinga á líkamsþyngd á rannsóknartímabilinu og hærri tíðni endurinnlagna ásamt lengri spítaladvalar eftir 18 mánuði.
Ályktanir: Hefðbundin umönnun á Íslandi er ófullnægjandi fyrir eldra fólk sem útskrifast heim af spítalanum með áhættu fyrir vannæringu. Hinsvegar getur fjölþátta næringarmeðferð yfir sex mánuði dregið úr algengni vannæringar ásamt því að hafa jákvæð áhrif á næringarástand aldraðra.
Background and aims: The prevalence of protein energy malnutrition (PEM) due to inadequate dietary intake in older adults continues to be a concern as the world population ages. Results from previous nutritional intervention trials among older adults at risk of malnutrition have in general been inconsistent. The specific aims were 1) to explore the differences in dietary intake between the groups receiving either six-month multi-component nutrition therapy or standard care after hospital discharge, 2) to determine the prevalence of PEM at baseline and endpoint, 3) to investigate whether changes in body weight (BW) are related to the rate of hospital readmission and length of stay.
Methods: The HOMEFOOD study was a six-month randomized controlled intervention. Total participants were 104 patients (aged ≥65 years) at risk for malnutrition discharging from the hospital to independent living. Dietary intake after hospital discharge was explored using two 24-hour-dietary-recalls (24-HR). The prevalence of PEM was determined with the recently published Global Leadership Initiative on Malnutrition (GLIM) criteria. Data on hospital readmission and length of stay over 18 months was collected from medical records and was investigated according to participants BW changes at endpoint.
Results: Most participants in the intervention group fulfilled minimal energy and protein requirements post-discharge, i.e. 77% and 85%, respectively, compared to none among controls. At endpoint, eight participants (15%) were malnourished in the intervention group, compared to thirthy-eight (73%) in the control group (P<0.01). Changes in BW during the study period was not significantly related to higher hospital readmission rates or length of stay after 18 months.
Conclusions: Standard care after hospital discharge in Iceland is insufficient for older adults at nutritional risk. However, a multi-component nutrition therapy over six months leads to decreases in the prevalence of PEM and has beneficial effects on nutritional status.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 693,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 106,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |