is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41500

Titill: 
  • Er frádráttarbær rekstrarkostnaður í atvinnurekstri undantekning eða meginregla? 31. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að útskýra inntak og þýðingu frádráttarheimilda skattaréttar með vísan til viðeigandi lögskýringarsjónarmiða. Þar með verður svarað þeirri spurningu um það hvort frádráttarbær rekstrarkostnaður í atvinnurekstri sé undantekning eða meginregla. Ásamt því verður farið yfir helstu útgjöld sem fyrirtæki stofna til í þeim tilgangi einum að afla tekna.
    Greint verður frá þeim kröfum sem gerðar eru um tengsl gjalda og tekna sem þarf að uppfylla til þess að heimilt sé að draga útgjöld frá tekjum áður en skattur er greiddur.
    Í upphafi ritgerðarinnar í er farið almennt yfir uppbyggingu tekjuskattslaganna og hvaða útgjöld geta fallið undir hugtakið rekstrarkostnaður. Í fjórða kafla verður greint verður frá túlkun og þeim lögskýringarsjónarmiðum sem gilda á sviði skattaréttar með sérstakri áherslu á frádráttarheimildir. Í fimmta kafla eru gerð ítarleg skil á skilyrðum um tengsl gjalda og tekna. Í sjötta kafla er farið yfir þau gjöld sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og teljast ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður. Síðan verður farið yfir helstu útgjöld sem geta komið til frádráttar tekna að skilyrðum uppfylltum. Í tíunda kafla er greint frá frádráttarbærum fjármagnskostnaði og þeim viðbótarskilyrðum er þarf að uppfylla. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður farið yfir frádráttarbæran rekstrarkostnað vegna ýmissa fjármálagerninga svo sem tap á viðskiptakröfum, tapað hlutafé, arðgreiðslur og söluhagnaður hlutabréfa.
    Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til þess að frádráttarbær rekstarkostnaður sé ekki undantekning heldur meginregla og geti sætt rýmkandi lögskýringu á grundvelli lögmætisreglunnar. Skilyrði um tengsl gjalda og tekna er matskennt, Þessi tengsl geta verið eðlisleg, þá er eðli útgjaldanna lagt til grundvallar við mat á því hvort gjöldin geti haft áhrif á öflun tekna. Einnig geta tengslin verið umfangsleg, þá matið byggt á sambandi tekna við hlutaðeigandi atvinnurekstur eðli hans og umfangi.

Samþykkt: 
  • 2.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
X_Ritgerð_X_BA_KVH.pdf610.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna