is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41505

Titill: 
  • Aðstoð, stuðningur og vernd fyrir þolendur mansals á Íslandi : aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali og annars konar hagnýtingu: aðgerð fjögur um stofnun samhæfingarmiðstöðvar fyrir þolendur mansals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mansal er alþjóðegur glæpur sem brýtur gegn grundvallar mannréttingdum, gildum samfélagsins og mannlegri reisn. Mansal er að finna í flestöllum samfélögum, þar á meðal Íslandi. Samkvæmt 227. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er lögð refsing við mansali. Byggir skilgreining 227. gr. a alm. hgl. á 3. gr. Palermó-bókunarinnar og 4. gr. Evrópuráðssamningsins. Íslenska ríkið hefur innleitt báða samningana. Í þriðja kafla Evrópuráðssamningsins er fjallað um þá aðstoð, stuðning og vernd sem sem þolendur mansals eiga rétt á. Með innleiðingunni hefur Ísland gengist undir þær skuldbindingar er í samningnum felast. Íslensk stjórnvöld hafa í undanfarin ár samþykkt aðgerðaáætlanir er lúta að mansali og var sú síðasta gefin út árið 2019, sem grundvallaðist á athugasemdum úr erlendum skýrslum og á Evrópuráðssamningnum. Í ritgerðinni verður sérstök áhersla lögð á aðgerð fjögur úr aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2019, sem fjallar um stofnun samhæfingarmiðstöðvar fyrir þolendur mansals. Stjórnvöld útfærðu aðgerðina með að koma á fót tilraunaverkefni í Bjarkarhlíð sumarið 2020. Í ritgerðinni hefur höfundur leitast eftir því að svara því hvort tilraunaverkefni stjórnvalda um samhæfingarmiðstöð í Bjarkarhlíð uppfylli það hlutverk sem samhæfingarmiðstöð er ætlað, hvort samhæfingarmiðstöð sé úrræði sem þörf er á og hvort staða mála sé betri með tilkomu hennar. Einnig hvort aðgerðin sé í samræmi við ákvæði Evrópuráðsins. Höfundur skoðaði lagaumgjörðina og framkvæmdina hér á landi þegar kemur að aðstoð, stuðningi og vernd fyrir þolendur mansals, ásamt því að skoða úttektir sem gerðar hafa verið á stöðu mála á Íslandi. Höfundur tók viðtöl og sendi út spurningalista til að afla upplýsinga. Rannsókn höfundar leiddi í ljós að miklar framfarir hafa orðið á Íslandi þegar kemur að aðstoð, stuðningi og vernd fyrir þolendur mansals. Höfundur telur þó að þrátt fyrir það þurfi íslenska ríkið að standa sig enn betur þegar kemur að því að uppfylla Evrópuráðssamninginn. Höfundur telur að þörf sé fyrir varanlega samhæfingarmiðstöð hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    Human trafficking is a global crime that violates fundamental human rights, the values of society and human dignity. Human trafficking is found in most communities, including Iceland. According to Article 227 a of the criminal code no. 19/1940, punishment is imposed for trafficking in human beings. Article 227. a of the criminal code, is based on the definition of Article 3 of the Palermo Protocol and Article 4 of the Council of Europe Convention on Action against trafficking in human beings. The Icelandic state has implemented both agreements. The third chapter of the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings deals with the assistance, support and protection, which victims of human trafficking are entitled to. With the implementation, Iceland has entered into the obligations of the agreement. In recent years, the Icelandic government has approved national action plans (NAPs) for human trafficking, the last of which was published in 2019. The NAP was based on comments from foreign reports and the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings. This thesis will place special emphasis on action four from the 2019 NAP, which deals with the establishment of a National Referral Mechanism (NRM). The Icelandic government implemented the measure by establishing a pilot project in Bjarkarhlíð in the summer of 2020. In this thesis, the author has sought to answer whether the government's pilot project, NRM in Bjarkarhlíð, fulfills the role of a NRM, whether there is a need for the NRM, and if the NRM has improved situation for trafficking victims. Also, whether action four is in line with the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings. The author reviewed the legal framework and implementation in Iceland with regards to assistance, support and protection for victims of human trafficking, as well as reviewing reports that have been written on the situation in Iceland. The author conducted interviews and sent out a questionnaire to gather information. The author's research revealed that great progress has been made in Iceland, when it comes to assistance, support and protection for victims of human trafficking. The author believes, however, that despite this, the Icelandic state needs to do even better when it comes to fulfilling the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings. The author concludes that there is a need for a permanent NRM in Iceland.

Samþykkt: 
  • 2.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa BA ritgerd - mansal - ÞES.pdf607.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna