Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41508
Ódýr og skilvirk leið til að auðkenna einkenni kvíða og þunglyndis meðal barna og unglinga er að nota skimunarlista. Tilfinningalistinn (The Revised Child Anxiety and Depression Scale, RCADS) er spurningarlisti sem skimar fyrir aðskilnaðarkvíða, félagskvíða, almennri kvíðaröskun, ofsakvíðaröskun, áráttu- og þráhyggjuröskun og þunglyndi. Tilgangur rannsóknar var að skoða og bera saman skimunareiginleika RCADS á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni (Litla KMS) og Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Þátttakendur rannsóknarinnar voru 137 börn og unglingar á aldrinum 8-18 ára, ásamt foreldrum þeirra. Skimunareiginleikar RCADS voru skoðaðir með aðgreinaferil (e. receiver operating characteristics analysis, ROC curve). Á Litlu KMS skimaði listinn með viðunandi til góðri nákvæmni (AUC=0,70-0,90), að utanskildri almennri kvíðaröskun, en fyrir þá röskun skimaði listinn ekki betur en tilviljun. Einnig var skimunarhæfni foreldralistans fyrir heildartölu kvíða lítil. Á BUGL skimaði listinn með viðunandi til framúrskarandi nákvæmni á öllum undirkvörðum (AUC=0,70-0,97). Undantekning frá því voru sjálfsmatslistar áráttu- og þráhyggjursökunar og aðskilnaðarkvíðaröskunar, en listinn skimaði ekki betur en tilviljun fyrir þeim röskunum. Á Litlu KMS skimaði listinn marktækt betur fyrir þunglyndi og aðskilnaðarkvíðaröskun, samanborið við BUGL. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fagfólk sem vinnur á Litlu KMS og BUGL geti nýtt RCADS við skimun á einkennum kvíða- og þunglyndis.
An inexpensive and effective way to identify the symptoms of anxiety and depression in children and adolescents is using screening questionnaires. The Revised Child Anxiety and Depression Scale (RCADS) is a screening questionnaire that scans for separation anxiety, social anxiety, generalized anxiety disorder, panic disorder, obsessive-compulsive disorder and depression. The purpose of the study was to examine and compare the screening properties of RCADS at Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) and Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). The participants in the study were 137 children and adolescents aged 8-18 years, together with their parents. The screening properties of RCADS were examined by receiver operating characteristics analysis (ROC curve). The questionnaire was found to screen with acceptable to good accuracy (AUC = 0.70-0.90) at Litla KMS, with the exception of GAD, but for that disorder the list did not screen better than chance. The screening ability of the parent list for the total number of anxiety was also low. At BUGL, the questionnaire was found to screen with acceptable to excellent accuracy on all sub-scales (AUC = 0.70-0.97). Exceptions to this were the self-assessment lists of OCD and SAD but the list did not screen better than chance for those disorders. At Litla KMS, the questionnaire screened significantly better for MDD and SAD, compared to BUGL. The results of the study indicate that professionals working at Litla KMS and BUGL can use RCADS to screen for symptoms of anxiety and depression.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_Lokaverkefni_Elin_Margret.pdf | 411.2 kB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing-Elín-Margrét.pdf | 312.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |