is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41510

Titill: 
  • Hreyfifærni barna og unglinga sem hafa fengið bráðaeitilfrumuhvítblæði: Kerfisbundið yfirlit
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Bráðaeitilfrumuhvítblæði er algengasta hvítblæðið hjá börnum. Lyfjameðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði hjá börnum getur valdið aukaverkunum bæði í út- og miðtaugakerfinu. Þær hafa neikvæð áhrif á hreyfiþroska barnanna. Aukaverkanir geta komið fljótt fram en óljóst er hvort þær gangi til baka. Tilgangur þessar rannsóknar var að skoða hvar börnin standa í hreyfifærni þegar þau er í lyfjameðferð og eftir hana. Aðferðir: Kerfisbundin úttekt var gerð í tveimur gagnagrunnum fyrir útgefnar vísindagreinar auk leitar í heimildarskrám úr öðrum kerfisbundnum yfirlitsgreinum. Inntökuskilyrði voru 1) börn á aldrinum 4-18 ára sem veikst hafa af bráðahvítblæði og voru í meðferð, í viðhaldsmeðferð eða höfðu lokið meðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði, 2) stöðluð hreyfiþroskapróf voru notuð í rannsóknunum.
    Niðurstöður: Tíu rannsóknir stóðust inntökuskilyrðin og voru metnar hæfar til frekari greiningar. Hönnun rannsókna, úrtaksstærð og mælingar voru mismunandi milli rannsókna. Rannsóknirnar sýndu að börn sem bæði voru í eða höfðu lokið meðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði voru með skerðingar í hreyfifærni. Börn sem voru í meðferð voru með skerðingar í samhæfingu sjónar og handa, leikni handa, jafnvægi, hlaupahraða og snerpu, samhæfingu handleggja og handa, styrk, hraða fínhreyfinga ásamt því að þau voru undir meðalfærni í fínhreyfingum. Eftir að meðferð lauk mátti helst sjá skerðingu í jafnvægi, leikni handa og fráviki í hraða, sjálfvirkni og aðlögun fínhreyfinga. Ályktanir: Krabbameinslyfjameðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði hefur neikvæð áhrif á hreyfifærni barna bæði á meðan á meðferð stendur og einhverjum árum eftir að henni lýkur. Hins vegar er óljóst hversu mikil skerðingin er, hvort inngrip geti haft áhrif á þær og hvort hún verði með þeim ævilangt. Þörf er á fleiri langtímarannsóknum á þessum hóp þar sem hreyfifærni þeirra er metin eftir því hvar í lyfjameðferð þau eru stödd og í nokkur ár eftir að meðferð lýkur. Einnig er þörf á rannsóknum á inngripum vegna skertrar hreyfifærni.

Samþykkt: 
  • 2.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HreyfiNY2022LOKA.pdf413.42 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf110.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF