Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41513
Inngangur: Sig á grindarholslíffærum er algengt vandamál sem hefur áhrif á líf margra kvenna. Grindarbotnsvöðvarnir gegna mikilvægu hlutverki í stuðningi við grindarholslíffærin. Þjálfun grindarbotnsvöðva hefur jákvæð áhrif á stig og einkenni sigs grindarholslíffæra. Einkenni frá þörmum eru algeng meðal kvenna með sig en tengslin eru ekki vel þekkt. Markmið rannsóknarinnar er að meta virkni grindarbotnsvöðva á vöðvarafriti (EMG), styrk kviðvöðva og fótleggja milli kvenna með og án sigs grindarholslíffæra. Rannsóknin skoðar einnig einkenni frá þörmum í tengslum við sig.
Aðferðir: Þessi þversniðsrannsókn skoðaði mun á virkni grindarbotnsvöðva, styrks kviðvöðva og fótleggja milli tveggja hópa, annars vegar konur með sig á grindarholslíffærum og hinsvegar konur án sigs. Einnig var skoðaður munur á einkennum frá þörmum og hversu mikil þau einkenni trufla konurnar.
Niðurstöður: Konur án sigs eru með betri virkni í grindarbotni en konur með sig. Enginn munur var á styrk kviðvöðva og fótleggja milli hópanna. Notkun hægðalosandi lyfja var marktækt meiri hjá konum með sig. Ekki var munur á öðrum einkennum frá þörmum en konur með sig töldu einkenni frá þörmum þó trufla sig meira en konur án sigs.
Ályktun: Virkni grindarbotnsvöðva er mikilvæg fyrir stuðning grindarholslíffæra. Frekari rannsókna er þörf til að álykta um mikilvægi styrks í kviðvöðvum og fótleggjum fyrir grindarholslíffærin. Konur með sig virðast finna meiri truflun af einkennum frá þörmum en konur án sigs.
Introduction: Pelvic organ prolapse (POP) is a common problem that affects lives of many women. The pelvic floor plays an important role to support the pelvic organs. Pelvic floor muscle training has positive effect on POP stage and symptoms. Bowel symptoms are commonly associated with POP but the relationship is still not well understood. The aim of this study is to compare pelvic floor muscle acitivity recorded on electromyography (EMG) on maximal contraction, abdominal and leg strength between women with POP and women without POP symptoms. This study also looks into bowel symptoms commonly related to POP.
Method: This cross-sectional study compared pelvic floor muscle (PFM) activation, abdominal and leg strength between two groups, one of women with POP and one of women without POP symptoms. Bowel symptoms and bother from bowel symptoms were also compared.
Results: Women without POP symptoms had significantly greater PFM activation than the symptoms group. No difference was found in abdominal and leg strength between the groups. Of all the bowel symptoms looked into only laxative use was different between the groups where symptom group used significantly more. Significant difference was found in bother from bowel symptoms between the groups.
Conclusion: PFM activity is important for pelvic organ support. More studies are needed for concluding about the importance of abdominal and leg strength. Women with POP seem to be more bothered by their bowel symptoms than women without POP.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Scan 2 Jun 2022 at 10.23.pdf | 467,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Pelvic organ prolapse - pelvic floor, abdominal and leg strength.pdf | 3,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |