is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41523

Titill: 
  • Maður er manns gaman - Miðlunaráhrif félagslegra samskipta á samband hreyfingar og andlegrar heilsu aldraðra
  • Titill er á ensku Man rejoices in man - The mediating effect of social interaction on the relationship between physical activity and the mental health of the elderly
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing og félagsleg virkni hefur góð áhrif á andlega heilsu. Þetta á við aldraða líkt og aðra. Þó hefur lítið verið skoðað hvernig þessar þrjár breytur virka saman. Health and Retirement Study (HRS) er Bandarísk rannsókn sem hefur safnað gögnum um árabil um líkamlega-, félagslega- og andlega þætti, fjölskylduhagi, menntun, atvinnu, vana og venjur aldraða Bandaríkjamanna. Hér voru valdar breytur úr gagnabanka HRS til þess að varpa ljósi á og gerð tilraun til að magnbinda andlega heilsu, líkamlega hreyfingu og félagsleg samskipti. Markmiðin með þessari rannsókn voru þrjú. Í fyrsta lagi að staðfesta samband hreyfingar og andlegrar heilsu. Í öðru lagi að staðfesta samband félagslegra samskipta og andlegrar heilsu. Svo að lokum að skoða hvort og hvernig félagsleg samskipti hafi áhrif á samband hreyfingar og andlegrar heilsu. Áætlað var að þegar tekið er tillit til félagslegra samskipta verði samband hreyfingar og andlegrar heilsu veikara. Þetta var athugað með aðhvarfsgreiningu og var stjórnað fyrir bakgrunnsbreytunum aldur, kyn, menntun, staða á vinnumarkaði, reykingar og lotudrykkja. Í ljós kom að vissulega hafði hreyfing og félagsleg samskipti jákvæð áhrif á andlega heilsu. Hins vegar stóðst tilgátan um að félagsleg samskipti hafi miðlunaráhrif á samband hreyfingar og andlegrar heilsu ekki. Það er þó ljóst að efla ætti félagsleg samskipti og hreyfingu þegar kemur að því að stuðla að andlegri heilsu aldraðra.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_verkefni_thorhildur_og_solveig.pdf282,34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym2905_2022-06-02_16-34-14.pdf320,11 kBLokaðurYfirlýsingPDF