is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41524

Titill: 
 • Þróun á sjálfsmatsútgáfu CEAS tilfinningakvarðans í úrtaki 8 til 16 ára barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Children’s Emotional Adjustment Scale (CEAS) er matskvarði sem þróaður var hérlendis og metur tilfinningaþroska barna. Listinn inniheldur 47 atriði sem meta fjórar hugsmíðar: Skaplyndi, kvíðastjórn, skýringarstíl og framfærni. CEAS er foreldramatskvarði, bæði fyrir foreldra leikskólabarna og grunnskólabarna. Listinn er frábrugðin mörgum matstækjum þar sem hann metur heilbrigða tilfinningastjórn í stað frávika. Þannig metur hann breiðari
  hugsmíðar en annars. Nú er farin af stað vinna við að athuga hvort hægt sé að nýta listann sem sjálfsmatskvarða. Sjálfsmatsútgáfa og foreldraútgáfa CEAS listans var lögð fyrir í úrtaki 8 til 16 ára grunnskólabarna (n=122) og foreldra (N=258). Próffræðilegir eiginleikar sjálfsmatsútgáfunnar voru athugaðir með þáttagreiningu og mati á áreiðanleika. Að auki var réttmæti listans athugað með því að kanna tengsl hans við foreldraútgáfur kvíða- og þunglyndiskvarðans RCADS og SWAN-spurningalistans, sem metur einkenni ADHD á samfellu. Niðurstöður þáttagreiningar gáfu til kynna þrjá þætti: Hugræn tilfinningastjórn, framfærni og kvíðastjórn og skaplyndi. Áreiðanleiki þátta var á bilinu 0,90 til 0,93 og reyndist því viðunandi. Fylgni milli þátta á sjálfsmatsútgáfu CEAS og kvarða sem foreldrar svöruðu var í flestum tilvikum lág eða í meðallagi. Túlka þarf niðurstöður með varfærni sökum smæðar úrtaksins. Þessar fyrstu niðurstöður benda þó til þess að sjálfsmatsútgáfa CEAS gæti verið gagnleg viðbót við matstæki sem meta hegðun og tilfinningar barna og unglinga en þörf er á áframhaldandi þróun listans.
  Lykilorð: Sálfræði, tilfinningaþroski, grunnskólabörn, sjálfsmat, hegðun

 • Útdráttur er á ensku

  Children’s Emotional Adjustment Scale (CEAS) is a rating scale which assesses emotional development in children. The scale has 47 items that evaluate four domains of emotional functioning; temper control, anxiety control, mood repair and social assertiveness. CEAS has been implemented as a rating scale for parents of children in kindergarten and in elementary school. CEAS focuses on healthy socio-emotional development instead of assessing emotions in the context of pathology. In this way, it measures broader constructs than most other child behavior rating scales. Work has now begun to determine whether CEAS can be used as a self-report scale for children and adolescents. The CEAS rating scale was administered to a sample of 8 to 16 year old school children (n=122) and parents (N=258). Parents answered the original version of the CEAS, the RCADS-P and the SWAN ADHD rating scale. The psychometric properties of the CEAS child version were examined with exploratory factor analysis and tests of reliability. Validity was tested as well by correlating children‘s scores on the CEAS with scores on the parent reports. Results of the factor analysis showed three factors: Cognitive emotional regulation, social assertiveness and anxiety control and temper control. The reliability of factors was between 0,90 to 0,93. Correlation between the CEAS self-report version and parent-reported scales was low to medium in most cases. The results should be interpreted carefully due to the small sample size. These first results indicate that a self-report version of CEAS may be useful for assessing child and adolescent behavior and emotions but further development of the instrument is needed.

Samþykkt: 
 • 3.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adalheidur_Isold_Ritgerð.pdf994.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf403.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF