is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41526

Titill: 
  • Áhrif kvíða-, depurðar- og streitueinkenna foreldra á meðferðarárangur ósérhæfðrar meðferðar við tilfinningavanda unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Geðrænn vandi foreldris er þekktur áhættuþáttur fyrir þróun tilfinningavanda barns og eru vísbendingar um að vandi foreldra geti haft áhrif í meðferð tilfinningavanda barna og unglinga. Rannsóknin er fyrsta íslenska rannsóknin á áhrifum einkenna foreldra á meðferðarárangur ósérhæfðrar meðferðar fyrir unglinga með tilfinningavanda. Markmiðið var að meta tengsl geðrænna einkenna foreldra (DASS-21) og barna (K-SADS-PL). Einnig að meta áhrif einkenna foreldra á þróun þunglyndis- og kvíðaeinkenna (RCADS) unglinga sem ljúka meðferð. Þátttakendur voru 53 unglingar á aldrinum 13-17 ára sem sóttu átta vikna ósérhæfða hópmeðferð (HAM) við þunglyndis- og kvíðaröskunum. Þátttakendur höfðu allir staðfesta þunglyndis- eða kvíðaröskun eða hamlandi einkenni undir greiningarviðmiðum. Marktækt meiri breyting varð á þunglyndiseinkennum þátttakenda þar sem foreldri var með engan vanda samanborið við þátttakendur foreldra með væg eða miðlungs einkenni (samkvæmt DASS-21). Ekki var markverður munur á einkennum foreldra (DASS-21) eftir því hvort unglingar höfðu hamlandi einkenni í lok meðferðar eða ekki. Flestir foreldrar mældust með einkenni innan eðlilegra marka og voru tengsl einkenna foreldra við meðferðarárangur unglinga ekki marktæk. Til þess að staðfesta tengsl geðrænna einkenna foreldra við geðræn einkenni og meðferðarárangur unglinga er frekari rannsókna þörf. Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu ákveðnar vísbendingar um að aukin streitu- og kvíðaeinkenni meðal foreldra geti haft neikvæð áhrif á þróun þunglyndiseinkenna hjá unglingum. Það getur því verið mikilvægt að skima fyrir einkennum foreldra í upphafi meðferðar við tilfinningavanda unglinga.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Eyglo_Lokeintak_3jun.pdf741.77 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_eyglo.pdf101 kBLokaðurYfirlýsingPDF