is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41529

Titill: 
  • Hlutverk innikróunar í sjálfsvígshættu. Rannsókn á próffræðilegum eiginleikum E-SF sjálfsmatskvarðans sem metur innikróun.
  • Titill er á ensku The Role of Entrapment in Suicide Risk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vísbendingar eru fyrir því að upplifun á innikróun hafi mikil áhrif á ákvörðun einstaklinga að taka eigið líf. Innikróun felst í þeirri upplifun einstaklings að tilraunir til að flýja úr óbærilegum aðstæðum séu hindraðar eða árangurslausar. E-SF er fjögurra atriða sjálfsmatskvarði sem metur upplifun á innikróun. Markmið listans er að mæla innikróun. Rannsókir hafa sýnt að innikróun veiti góða forspá um sjálfsvígshættu einstaklinga. Í þessari rannsókn var E-SF þýddur á íslensku og lagður fyrir almennt og klínískt úrtak. Metnir voru próffræðilegir eiginleikar listans og aðgreiningarhæfni hans í sambandi við algeng mælitæki þunglyndis. Niðurstöður leiddu í ljós góða próffræðilega eiginleika og fylgni við spurningar á öðrum mælitækjum sem meta vonleysi og sjálfsvígshugsanir. Munur er á skori á E-SF á milli almenns þýðis og einstaklinga með þunglyndi. Tölfræðileg próf leiddu í ljós að greinimörk listans séu >3. Sjálfsvíg eru mikið samfélagslegt vandamál og ljóst er að orsakir þeirra eru margþættar. E-SF eykur aðgengileika á mati á innikróun í daglegu starfi sálfræðinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Research indicates that a feeling of entrapment plays a part in one’s decision to take their own life. Entrapment arises when one’s attempts to escape from unbearable circumstances are thwarted or unsuccessful. E-SF is a four-item self-report questionnaire that assesses feelings of entrapment. The purpose of the measurement is to measure entrapment. Research has shown that entrapment is a good predictor of suicide risk. In this study the measure was translated to Icelandic and assessed in a general and clinical sample. The psychometric properties and the discriminatory validity of the measure were assessed in relation to other widely used measures of depression. Results indicate that the measure has good psychometric properties and correlates with questions on other measures that assess hopelessness and suicidal thoughts. The scores of the general population and individuals with depression differ significantly. Statistical tests suggest that the cut-off score for the list is >3. Suicides are a big societal problem and it is clear that their causes are complex. E-SF adds to the accessibility of a measure of entrapment for psychologists’ everyday clinical practice.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni_Anton_Bára.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf975.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF