is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4153

Titill: 
 • Forgangsáhrif í Bandalagsrétti. Viðbrögð aðildarríkja Evrópubandalagsins við forgangsáhrifum þegar reglur Bandalagsréttar stangast á við stjórnarskrá
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Evrópubandalagið telur nú 27 aðildarríki sem sammælst hafa um það með sáttmálum að stuðla að aukinni samvinnu á efnahagslegu og pólitísku sviði. Frjáls för, viðskipti og sameiginlegur gjaldmiðill eru meðal þess sem Evrópubandalagið hefur veitt þegnum aðildarríkja sinna, sem telja nú hátt í 500 milljónir einstaklinga. Yfirþjóðlegt eðli og aukið framsal aðildarríkjanna til Evrópubandalagsins hefur átt sinn þátt í að stuðla að efnahagslegri velmegun í Evrópu. Til að tryggja að þau markmið náist sem stefnt er að með hinum ýmsu reglum Evrópuréttar er mikilvægt að löggjöfin sé hin sama hvar eina í bandalaginu.
  Reglan um forgangsáhrif laga Evrópubandalagsréttar tryggir að reglur bandalagsins gilda jöfnum höndum í aðildarríkjunum, þrátt fyrir hugsanlega árekstra við þau landslög sem fyrir eru. Reglan er ólögfest og hefur hún verið mótuð smám saman með langri dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.
  Sérstakt eðli Evrópubandalagsréttar er grundvöllurinn að reglunni ásamt þeim markmiðum sem fyrir liggja. Reglunni er fyrst beitt í máli Costa gegn ENEL, en eftir að reglan myndaðist hefur lífleg umræða um hana átt sér stað. Evrópudómstóllinn víkkaði hana út, frá því að ná eingöngu til almennra laga í það að ná nú til stjórnarskráa aðildarríkja, en einnig niður á við til reglugerða frá framkvæmdarvaldi. Aðildarríkin eru treg til að viðurkenna hana fullum fetum. Þó svo að Evrópudómstóllinn sé reiðubúinn að ganga fremur langt í því að ákveða hvað rúmist innan réttarins er ekki þar með sagt að aðildarríkin séu öll reiðubúin að fallast á túlkun hans, sérstaklega þegar reglan gengur gegn stjórnskipun landanna. Hversu auðvelt var það fyrir aðildarríki Evrópubandalagsins að fórna nokkru af fullveldi sínu? Svarið við því er ekki einhlítt og má í raun segja að aðferðir aðildarríkjanna við að viðurkenna forgang Evrópuréttar séu jafn margar og löndin sjálf. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á helstu álitaefnin sem hafa komið upp við þróun reglunnar, svo og hvernig einstök aðildarríki hafa brugðist við forgangsáhrifum Evrópubandalagsréttar þegar stjórnarskrá aðildarríkis og Evrópurétti lýstur saman.
  Álitaefnið er fremur umdeilt og fer því fjarri að aðildarríkin viðurkenni fullum fetum regluna eins og hún er sett fram af Evrópudómstólnum. Hverjir eru þeir fyrirvarar sem aðildarríkin setja og samrýmast þeir reglunni?
  Í öðrum kafla er fjallað um regluna um forgangsáhrif; farið verður yfir það hvert sé megininntak reglunnar, hvernig hún myndaðist, helstu rök að baki henni og dómaframkvæmd. Í þriðja kafla verður leitast við að varpa ljósi á grundvöll viðurkenningar aðildarríkjanna á reglunni og hvort nokkrar takmarkanir séu settar fyrir henni. Í fjórða kafla verður sjónum beint að einstökum aðildarríkjum og aðferðum þeirra við að finna reglunni stað í löggjöf sinni. Í fimmta kafla verður farið stuttlega yfir stöðu reglunnar í ljósi Lissabon-sáttmálans og hvort nokkur breyting hafi átt sér stað eftir gildistöku hans. Að lokum verður farið yfir stöðuna á Íslandi og kannað hverjar mögulegar breytingar á stjórnarskrá landsins þyrftu að vera í ljósi hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Samþykkt: 
 • 16.12.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
finale_fixed.pdf416.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna