en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41530

Title: 
 • Adverse childhood experiences and prevalence of type II diabetes in a nationwide cohort of Icelandic women
 • Title is in Icelandic Áföll í æsku og algengi sykursýki 2 meðal íslenskra kvenna: lýðgrunduð ferilrannsókn
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Introduction:
  Adverse childhood experiences (ACEs) have been indicated in the development of psychiatric disorders and somatic diseases in adulthood. The development of diabetes has been linked to ACEs but research remains somewhat limited. The aim of this study is to explore the association between accumulative ACEs and diagnosis of type II diabetes in adult women.
  Materials and methods:
  The nationwide-representative Stress-And-Gene-Analysis (SAGA) Cohort included 26,616 Icelandic women, ages 18-69 years, that responded to 13 distinct questions on ACEs (assessed with the Adverse Childhood Experiences International Questionnaire) and self-reported a diagnosis of type II diabetes. We used logistic regression to calculate odds ratios (ORs) as a measure of the association between the number of ACEs and self-reported type II diabetes, controlling for age, body mass index (BMI) and socioeconomic factors.
  Results:
  A total of 762 (2.9%) women reported having been diagnosed with type II diabetes, a similar prevalence to that previously measured among women in Iceland by the Icelandic Heart Association. The data suggests a dose-response relationship between the number of ACEs and odds of type II diabetes; every ACE experienced corresponded to an 8% (95% CI: 5-12%) increase in the odds of type II diabetes. Compared to women with no ACEs, women reporting five or more ACEs were at 68% (CI: 28-120%) increased odds of type II diabetes, when adjusting for all covariates.
  Conclusion:
  We observed a dose-response association between ACEs and type II diabetes among women which was only to a limited extent explained by age, BMI and socioeconomic status. Future studies are needed to address the underlying mechanisms.

 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur:
  Rannsóknir benda til þess að áföll í æsku (e. adverse childhood experiences) séu áhrifaþáttur í þróun líkamlegra og geðrænna veikinda. Sykursýki er einn þeirra sjúkdóma sem hefur verið tengdur við áföll í æsku en rannsóknir eru enn nokkuð takmarkaðar. Markmið þessa verkefnis er að kanna tengsl upsafnaðra áfalla í æsku og greiningu sykursýki 2 á fullorðinsárum hjá íslenskum konum.
  Aðferðir:
  Rannsóknin Áfallasaga kvenna (e. Stress-And-Gene-Analysis) er lýðgrunduð ferilrannsókn sem tók til 26.616 íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 69 ára. Þátttakendur svöruðu spurningum um 13 tegundir áfalla í æsku (stuðst var við spurningalista frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni) og greindu frá því hvort þær hefðu greinst með sykursýki 2. Til að meta tengsl áfalla í æsku og sykursýki 2 voru reiknuð gagnlíkindahlutföll (e. odds ratios) en leiðrétt var fyrir aldri, líkamsmassastuðli (e. body mass index) og félagshagfræðilegum þáttum.
  Niðurstöður:
  762 konur (2,9%) greindu frá sögu um sykursýki 2 sem er sambærilegt því algengi sem Hjartavernd hefur mælt áður meðal íslenskra kvenna. Gögnin benda til skammtaháðrar svörunar milli fjölda áfalla í æsku og gagnlíkinda á sykursýki 2 en við hvert áfall hækkuðu gagnlíkindi sykursýki 2 um 8% (95% ÖB: 5-12%). Hjá konum sem höfðu upplifað fimm eða fleiri áföll í æsku voru gagnlíkindi á sykursýki 2 68% (95% ÖB: 28-120%) hærri en hjá konum sem greindu ekki frá neinum áföllum þegar leiðrétt hafði verið fyrir öllum þáttum.
  Ályktun:
  Skammtaháð svörun milli áfalla í æsku og sykursýki 2 hjá konum var aðeins að hluta til skýrð af aldri, líkamsmassastuðli og félagshagfræðilegri stöðu. Frekari rannsóknir þarf til að varpa ljósi á undirliggjandi ferla tengslanna.

Accepted: 
 • Jun 3, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41530


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni_ElísabetUnnur.pdf628.71 kBLocked Until...2024/07/01Complete TextPDF
Skemman_yfirlysing.pdf239.14 kBLockedDeclaration of AccessPDF