Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41532
The Taste Education intervention on fussy eating behaviors: Changes in anxiety symptoms in children with and without neurodevelopmental disorders
Research on the relationship between fussy eating and anxiety has been very limited. Fussy eating is quite common in young children, but it tends to be more prevalent in children with anxiety as well as children with neurodevelopmental disorders (ND). Recently there has been a surge in interventions for these children and their parents; they however have not measured anxiety in participants. The current thesis monitors changes in anxiety during the Taste Education intervention, a seven-week school-based intervention for children with fussy eating. As well as comparing differences between children with and without ND and differences between male and female participants. Measurements of anxiety were taken pre-intervention, post-intervention and again at a six months follow-up. Results show a significant reduction in symptoms of anxiety between pre-intervention measurement and six months follow-up measurement. Differences between children with and without ND were not significant and there was no interaction between ND status and changes in anxiety over time. There was however a significant interaction between sex and changes in anxiety over time. With the changes in anxiety only being reported in male participants. The overall results support existing literature about the association between anxiety and fussy eating and underline the importance of considering all factors that can influence fussy eating in research and interventions.
Rannsóknir á sambandinu milli kvíða og matvendni hafa verið mjög takmarkaðar. Matvendni er algeng hjá ungum börnum og rannsóknir sýna að hún er enn algengari hjá börnum með kvíða ásamt börnum með taugaþroskaraskanir. Nýlega hefur verið mikil aukning á inngripum fyrir matvönd börn og foreldra þeirra en þar hefur kvíði þátttakenda hvorki verið mældur né gerður samanburður á börnum með og án taugaþroskaraskana. Núverandi rannsókn mældi kvíða barna á meðan þau tóku þátt í Bragðlaukaþjálfun, 7 vikna matvendninámskeiði fyrir matvönd börn og foreldra þeirra. Kvíði var mældur fyrir námskeið, eftir námskeið og sex mánuðum eftir að námskeiði lauk. Breytingar í kvíða voru bornar saman hjá börnum með og án taugaþroskaraskana ásamt því að bera saman karlkyns og kvenkyns þátttakendur. Niðurstöður sýna að einkenni kvíða minnkuðu markvert á milli mælinga fyrir námskeið og í sex mánaða eftirfylgd. Enginn munur var í mælingum á kvíða milli barna með og án taugaþroskaraskana og engin samverkandi áhrif voru á milli greiningar og breytinga í kvíða. Hins vegar var samvirkni á milli kyns barnanna og breytinga í kvíða yfir tíma. Kvíði minnkaði einungis hjá karlkyns þátttakendum, engar markverðar breytingar fundust hjá kvenkyns þátttakendum. Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir um sambandið á milli kvíða og matvendni. Niðurstöðurnar ítreka einnig enn frekar mikilvægi þess að gera ráð fyrir ólíkum þáttum sem hafa áhrif á mataræði barna fyrir inngrip og rannsóknir á matvendni.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Mastersritgerd_Ólöf_Lokaskil.pdf | 357,34 kB | Lokaður til...03.06.2122 | Heildartexti | ||
| Skemman_yfirlysing_Ólöf.pdf | 277,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |