Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41533
Heildstætt mat á geðrænum vanda er nauðsynlegt til að veita börnum og unglingum með geðrænan vanda aðstoð við hæfi. Mikilvægt er að afla upplýsinga frá mörgum aðilum, til að mynda foreldrum og barninu sjálfu, þegar geðrænn vandi er metinn. Algengt er að samræmi milli foreldra og barna sé lágt en rannsóknir hafa lítið skoðað hvaða afleiðingar það getur haft á nákvæmni greinga á geðröskunum. Tilgangur rannsóknar var að skoða samræmi barna og foreldra og kanna áhrif þess á matsmannaáreiðanleika. Þátttakendur í rannsókn voru 93 unglingar, og foreldrar þeirra, sem höfðu sótt þjónustu á barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Litlu Kvíðameðferðarstöðina. Niðurstöður bentu til að samræmi unglinga og foreldra er í samræmi við, og var í sumum tilfellum hærra, en fyrri rannsóknir hafa bent til. Auk þess sýndu niðurstöður að samræmi unglinga og foreldra hafi áhrif á matsmannaáreiðanleika, sérstaklega við mat á kvíða- og þunglyndisröskunum í heild, ofsakvíðaröskun og áráttu- og þráhyggjuröskun. Þar með mátti sjá mikilvægi þess að fagfólk, og heilbrigðisstarfsfólk, hugi að samræmi foreldra og unglinga við mat á geðrænum vanda til þess að auka áreiðanleika greininga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS-verkefni - Skil á Skemmuna.pdf | 499,49 kB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 274,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |